Lífið

Rúrik Gísla og Hjör­var Haf­liða kepptust um hvor væri frægari

Sylvía Hall skrifar
Rúrik kíkti á strákana í Brennslunni.
Rúrik kíkti á strákana í Brennslunni. Vísir

Knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason var gestur Brennslunnar í morgun þar sem strákarnir fóru yfir víðan völl. Tjáði Rúrik sig meðal annars um stóra Instagram-málið en líkt og Vísir greindi frá á dögunum er fylgjendafjöldi Rúriks kominn undir milljón eftir mikið flug á síðasta ári.

Sjá einnig: Rúrik sígur niður fyrir milljónina á Instagram

Rúrik komst á tímapunkti í hóp þeirra fáu Íslendinga sem gátu státað sig af milljón fylgjendum á samfélagsmiðlinum en þegar mest var náði hann upp í 1,3 milljónir fylgjenda. Þeim hefur þó farið fækkandi, sérstaklega eftir að hann og kærasta hans Nathalia Solani byrjuðu saman. Hann segir fylgjendatapið ekki hafa mikil áhrif á sig en það sé þó vissulega hægt að græða á slíkum fjölda geri maður það rétt.

„Ég er bara búinn að vera mjög lélegur í því. Ég var náttúrulega í fallbaráttu í allan vetur hjá liðinu mínu þannig þá er kannski óviðeigandi að vera alltaf að pósta myndum af sér á einhverjum viðburðum,“ segir Rúrik og bætir við að margir fótboltaáhugamenn myndu helst kjósa að atvinnumenn gerðu ekkert annað en að vera á æfingu.

„Þess vegna spammar maður vel þegar maður fer í sumarfrí,“ segir Rúrik.

Strákarnir brugðu þá á leik með Rúrik og skiptust hann og Hjörvar á að hringja í bensínstöðvar landsins í von um að starfsmenn myndu þekkja þá. Niðurstaðan var vægast sagt sláandi en hér að neðan má hlusta á þá ræða Instagram og hringja í grunlausa starfsmenn.

Klippa: Brennslan - Rúrik Gíslason: Veistu hver ég er?

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.