Lífið

Rúrik og Nathalia njóta lífsins saman í Las Vegas

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eitt fallegasta par heims nýtur lífsins í Las Vegas.
Eitt fallegasta par heims nýtur lífsins í Las Vegas.

Knattspyrnumaðurinn og fyrirsætan Rúrik Gíslason og fyrirsætan Nathalia Soliani njóta lífsins í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Eins og fram kemur á Instagram-reikningi Rúriks eru þau stödd í Las Vegas og voru þar áður í Los Angeles.

Rúrik birtir síðan mynd í morgun þar sem fram kemur að hann sé staddur á þjóðvegi 66 í Bandaríkjunum og því er spurning hvort þau séu á leiðinni í heljarinnar ferðalag.

Rúrik og Nathalia hafa verið í ástarsambandi í nokkra mánuði og njóta þau greinilega samveru hvors annars.
 

 
 
 
View this post on Instagram
Take me home, country roads!
A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason) on
 
 
 
View this post on Instagram
VEGAS BABY
A post shared by NATHALIA SOLIANI (@nathaliasoliani_) on

Parið skellti sér einnig á tónleika með Celine Dion í Las Vegas og var Soliani greinilega mjög sátt með þá ef marka má sögu hennar á Instagram.

Celine Dion hefur verið að koma fram í Las Vegas í nokkur ár og þykir ein allra vinsælasta og besta söngkona sögunnar. Instagram-reikningur Nathalia Soliani


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.