Lífið

Rúrik orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rúrik hefur fengið yfir 1,3 milljónir fylgjenda á aðeins nokkrum vikum.
Rúrik hefur fengið yfir 1,3 milljónir fylgjenda á aðeins nokkrum vikum.

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason er orðinn vinsælasti Íslendingurinn á Instagram en hann fór fram úr aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnsson rétt í þessu.

Þegar þessi frétt er skrifuð er Rúrik kominn með 1.309.835 fylgjendur en Hafþór er með 1.309.779 fylgjendur.

Rúrik fékk gríðarlega athygli á Instagram þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Íslands og Argentínu þann 16. júní á HM í knattspyrnu sem stendur nú yfir í Rússlandi.

Hann var með 32 þúsund fylgjendur þegar mótið hófst en svo virðist sem útlit hans hafi skilað honum á toppinn af þeim Íslendingum sem skipa efstu sætin á Instagram.

Crossfit-konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eru báðar með yfir milljón fylgjendur og síðan er tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir einnig með yfir eina milljón.

Hér að neðan má sjá topp 5 listann eins og hann er núna:

1. Rúrik Gíslason - 1,3 milljónir
2. Hafþór Júlíus Björnsson - 1,3 milljónir
3. Katrín Tanja Davíðsdóttir - 1,2 milljónir
4. Sara Sigmundsdóttir - 1,1 milljónir
5. Björk Guðmundsdóttir - 1 milljón


Tengdar fréttir

Rúrik í sjokki yfir allri athyglinni

Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu og milljónamaður á Instragram, segist hafa fengið áfall þegar hann leit á símann sinn á meðan fylgjendurnir hrúguðust inn á Instagram-síðu hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.