Tónlist

Föstudagsplaylisti Óla Dóra

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Það er fínt að dóla í sólinni við lista Óla.
Það er fínt að dóla í sólinni við lista Óla. Ernir Eyjólfs
Lagalisti vikunnar er settur saman af plötusnúðnum Óla Dóra.

Auk þess að þeyta skífum sér hann um útvarpsþáttinn og vefsíðuna Straum. Þar er leitast við að fræða hlustendur og lesendur um nýja og ferska strauma í tónlistarheiminum.

„Þetta endaði á að vera sumar og sól 2019,“ segir Óli um listann og það er ekki að furða, sólskinsstundir fyrstu sex dagana í júní í ár voru fleiri en allan júnímánuð í fyrra.

Listinn hefst á afslöppuðum hitabylgjutónum en það færist fljótt fjör í leikana. Lögin eru flest hljómþýð og árennileg en listinn nær þó ákveðnum hápunkti í pönkuðu samstarfslagi ungsveitanna Korters í flog og Gróu.

18. júlí þeytir Óli skífum undir berum himni í „rooftop“ partýi í Petersen svítunni, og ætti lagalistinn að tóna vel við settið hans þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×