Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Starfandi stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir að stjórnin hafi hækkað lánsvexti til að verja lífeyri hundrað og sjötíu þúsund sjóðsfélaga. Annars hefði verið hætta á þeir niðurgreiddu útlán sjóðsins. Núverandi stjórn starfar fram að næsta fundi þrátt fyrir að yfir helmingur hennar hafi misst umboð sitt. Fjallað er um málið í kvöldfréttum klukkan 18:30.

Einnig segjum við frá spennunni milli Bandaríkjanna og Írans og undirráðherra utanríkisráðuneytisins í Bretlandi sem var rekinn sem ráðherra eftir árás á mótmælanda.

Fjallað verður um íslenskt lambakjöt en þrátt fyrir að viðbúið sé að íslenskir lambahryggir seljist upp á næstu vikum var ósk um undanþágu frá tollum á innfluttu kjöti hafnað.

Einnig verðum við í beinni frá Secret Solstice. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×