Innlent

Útskrift 2.637 háskólanema

DS skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. Fréttablaðið/GVA
Þær verða væntanlega nokkrar útskriftarveislurnar í dag þegar háskólar borgarinnar brautskrá 2.637 nemendur.

Alls verða 2.010 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í tveimur athöfnum í Laugardalshöll. Klukkan tíu verða brautskráðir kandídatar í grunnnámi, það er BA-, B.Ed.- og BS-námi. Klukkan tvö verða svo brautskráðir þeir sem lokið hafa framhaldsnámi til prófgráðu, það er meistara- og kandídatsnámi.

Brautskráningarathöfn Háskólans í Reykjavík hefst í dag klukkan eitt og fer hún fram í Eldborgarsal Hörpu. Þá verða alls 627 kandídatar brautskráðir, 400 úr grunnnámi, 225 úr meistaranámi og tveir með doktorsgráðu.

Spáð er blíðskaparveðri í borginni í dag svo viðra ætti vel til veisluhalda.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×