Meira um lokanir á bráðalegudeildum í sumar Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 24. júní 2019 22:16 Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Landspítalinn þarf að loka allt að hundrað og fjörutíu legurýmum í sumar en um er að ræða hefðbundnar sumarlokanir og lokanir vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Það er fjölgun um tuttugu legurými milli ára og meira er um lokanir á bráðalegudeildum. Stjórnendur telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á sjúklinga en Landspítalinn standi vörð um öryggishlutverk sitt. Landspítalinn þarf að loka fleiri legurýmum í sumar en í fyrra á sama tíma en mestu lokanirnar verða í júlí þegar 140 legurými verða lokuð. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarkona forstjóra spítalans, segir helstu breytinguna vera að nú þarf að loka fleiri bráðalegurýmum. „Við gerum ráð fyrir að geta staðið undir allri þjónustu þrátt fyrir þetta. Höfum gert það áður. Landspítalinn sinnir sínu öryggishlutverki burtséð frá rúmafjölda þannig ég á ekki von á því að þetta hafi nein meiriháttar áhrif á sjúklingana okkar.“ Hins vegar megi gera ráð fyrir að álag á starfsfólk verði meira. „Þetta hefur talsverð áhrif á starfsemina en fyrst og síðast á þá sem starfa á deildunum sem þurfa að draga saman því álagið á deildunum er engu að síður mikið,“ segir Anna. Anna segir að ástæðan fyrir lokunum í sumar sé skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en einnig vegna hefðbundinna lokanna. En nú vanti um hundrað til tvö hundruð hjúkrunarfræðinga en ekki sé komin greining á hversu marga sjúkraliða skorti. „Stóra myndin er sú að skortur á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum er heimsvandamál, alls staðar í heiminum er skortur á þessum starfsstéttum og við förum ekki í neinar grafgötur með það að sá vandi er hérna líka en það er ekkert óeðlilegt við það í sjálfu sér, við erum bara hluti af þessum heimi þar sem okkur skortir hjúkrunarfræðinga eins og alla aðra,“ segir Anna og bætir við að umræddar stéttir séu mjög eftirsóttar.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira