Mikill áhugi fagfólks á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. júní 2019 08:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á vordögum að framlög til málsins yrðu tryggð í fjárlögum. Fréttablaðið/Ernir Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. Fyrr í vor auglýsti stofnunin eftir viðræðum við áhugasama aðila til að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Lögð er áhersla á að þjónustan verði veitt í þverfaglegri teymisvinnu og þjónustuveitandi muni koma að henni ásamt öðrum sem veiti föngum heilbrigðisþjónustu. Gerð er sú krafa að tilvonandi þjónustuveitandi hafi yfir að ráða þverfaglegu teymi starfsfólks með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn þjónustunnar skuli vera í höndum geðlæknis með að lágmarki þriggja ára starfsreynslu. Frestur til að lýsa áhuga á verkefninu rann út 26. maí og standa viðræður nú yfir. Í fréttatilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 9. apríl síðastliðnum segir að SÍ hafi verið falin gerð samnings um geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum og að miðað sé við að samið verði við Landspítalann um að sérfræðingar geðdeildar sinni þjónustunni. Mánuði síðar auglýstu Sjúkratryggingar hins vegar eftir áhugasömum aðilum til viðræðna um þjónustuna. Heimildir Fréttablaðsins herma að auk geðsviðs Landspítalans sé SÁÁ meðal þeirra sex sem lýst hafa áhuga. Miðað er við að byrjað verði að veita hina efldu þjónustu snemma á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15 Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00 Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. 15. maí 2019 12:15
Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu þrátt fyrir að réttur til hennar sé sérstaklega orðaður í úrskurði Landsréttar. Þjónustan hefur ekki verið tryggð, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. 15. júní 2019 09:00
Þórhildur Sunna ýtir á eftir úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu við fanga Heilbrigðisráðherra boðar breytingar en fyrsti samningur Sjúkratrygginga við heilbrigðisstofnanir vegna þessa sé á lokastigi. 29. janúar 2019 21:00