Innlent

Veðurblíðan leikur við Austfirðinga

Sylvía Hall skrifar
Þessi skelltu sér í sjóinn í blíðunni í Neskaupsstað í dag.
Þessi skelltu sér í sjóinn í blíðunni í Neskaupsstað í dag. Vísir/Vilhelm

Hiti fór upp í tuttugu stig á Austfjörðum í dag þar sem sumarveðrið leikur við íbúa. Veðurspá næstu daga lofar góðu fyrir íbúa á Austurlandi en hitinn fer yfir tuttugu stig á fimmtudag.

Landsmenn hafa fundið vel fyrir hlýrra veðurfari í sumar en síðustu ár og er blíðan búin að færast yfir á Austurlandið eftir ansi hlýjan júnímánuð í höfuðborginni. Eftir góðar vikur á suðvesturhorninu hafa rigningarskýin komið í heimsókn og er spáð úrkomu á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.  

Næstu daga verður hlýjast á Austurlandi og geta þeir sem eru staddir fyrir austan því notið sólarinnar í það minnsta í nokkra daga til viðbótar. Það gerðu þeir í dag en ljósmyndari Vísis var á Djúpavogi og á Neskaupsstað og smellti myndum af mannlífinu í veðurblíðunni.

Snjófríður Kristín Magnúsdóttir flaggar í Löngubúð á Djúpavogi í dag, en Langabúð er elsta húsið í bænum. Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.