Lífið

Jóhanna Guðrún og Davíð eignuðust son

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhanna Guðrún og Davíð á góðri stundu fyrir nokkrum árum.
Jóhanna Guðrún og Davíð á góðri stundu fyrir nokkrum árum. Fréttablaðið/valli

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Davíð Sigurgeirsson, eignuðust sitt annað barn þann 19. júní þegar lítill strákur kom í heiminn.

„Þessi dásamlegi drengur kom í heiminn 19 júní með hraði. Öllum heilsast vel og við gætum ekki verið þakklátari fyrir þessa tvo demanta,“ skrifar Jóhanna Guðrún á Facebook en fyrir eiga hjónakornin stelpu sem fæddist árið 2015.

Stutt er síðan Jóhanna Guðrún klæddi sig í Hatara-gallann fyrir Fjarðarpóstinn, komin 34 vikur á leið, til þess að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því að hún lenti í 2. sæti í Eurovsion með laginu Is it True.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.