Lífið

Jóhanna Guðrún komin 34 vikur á leið í Hataragalla

Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar
Jóhanna Guðrún söng Is it true í Moskvu árið 2009.
Jóhanna Guðrún söng Is it true í Moskvu árið 2009. Ólafur Már Svavarsson
Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tekur sig vel út í Hataragalla komin 34 vikur á leið. Jóhanna Guðrún á von á sínu öðru barni í júní.Fjarðarpósturinn fékk þá hugmynd að fá Hafnfirðinginn Jóhönnu Guðrúnu til að klæða sig upp í Hataragalla í tilefni þess að tíu ár eru síðan hún lenti í öðru sæti í Eurovision í Moskvu árið 2009. Um er að ræða jafnbesta árangur Íslendinga en Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti, einmitt hér í Ísrael, árið 1999.Sjá einnig: Þetta eru lögin sem ógna HataraJóhanna Guðrún á von á syni en um er að ræða annað barn þeirra Davíðs Sigurgeirssonar. Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Fjarðarpóstsins, segir Jóhönnu Guðrúnu hafa tekið vel í hugmynd hennar og Heiðrúnar Bjarkar Jóhannsdóttur.Að neðan má sjá Jóhönnu Guðrúnu en Ólafur Már Svavarsson tók myndina en auk þeirra komu Elín Reynisdóttir og Rakel María Hjaltadóttir að tökunni.Nánar á Fjarðarpóstinum.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu öðru barni í júní.Ólafur Már SvavarssonFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.