Lífið

Jóhannes Haukur lætur Ian McKellen heyra það í nýrri stiklu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhannes Haukur deilir atriði með Ian McKellen.
Jóhannes Haukur deilir atriði með Ian McKellen. Mynd/Skjáskot

Jóhannes Haukur Hauksson er á meðal leikara í myndinni The Good Liar sem skartar bresku stórleikurunum Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverki. Jóhannes Haukur vekur athygli á því á Twitter að hann láti McKellen heyra það í nýrri stiklu fyrir myndina sem kom út í gær.

„jú jú þau eru þarna. En ég læt gamla manninn heyra það í treilernum. Með rússneskum hreim að sjálfsögðu,“ skrifar Jóhannes Haukur á Twitter og vísar þar í aðalleikarana tvö. Í stiklunni má sjá Jóhannes Hauk í hlutverki sínu segjast vita ýmislegt um persónuna sem McKellen leikur.

McKellen leikur svikahrapp í myndinni en Mirren leikur fórnarlamb hans. Óvænt tengsl myndast hins vegar á milli þeirra tveggja en um spennumynd er að ræða í leikstjórn Bill Condon.

Jóhannes Haukur er ekki í ónýtum félagsskap í myndinni en Ian McKellen á að baki glæstan feril í leikhúsi og kvikmyndum. Hann er þó líklega helst þekktur fyrir túlkuns á töframanninum Gandálfi í þríleiknum um Hringadróttinssögu.

Svipaða sögu má segja um Helen Mirren en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki árið 2007 fyrir hlutverk sitt sem Elísabet II Bretlandsdrottning í kvikmyndinni The Queen.


Tengdar fréttir

Mamma er langbesti aðdáandinn

Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur undanfarin ár leikið bitastæð hlutverk í stórum þáttaröðum og kvikmyndum á erlendri grund. Þrátt fyrir annríkið fylgir velgengninni góður tími með fjölskyldunni sem hefur fengið að heimsækja hann á tökustaði vítt og breitt um heiminn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.