Lífið

Sjáðu Game of Thrones bregðast við gömlu myndefni: „Þetta er svo vandræðalegt“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kit Harrington var mjög hissa þegar hann sá 2009 útgáfuna af sjálfum sér.
Kit Harrington var mjög hissa þegar hann sá 2009 útgáfuna af sjálfum sér. Mynd/Skjáskot.
„Þetta er svo vandræðalegt,“ sagði Game of Thrones-stjarnan Maisie Williams eftir að Conan O'Brien lét þau horfa á gamlar upptökur af leikurum Game of Thrones í sérstökum upprifjunarþætti.

Brot úr þættinum er aðgengilegt á YouTube og þar má sjá hvernig helstu stjörnur þáttanna brugðust við þegar O'Brien sýndi þeim myndefni frá fyrstu þáttaröð þáttanna ofurvinsælu. Myndefnið var tekið upp árið 2009 en þættirnir runnu sitt skeið á enda í vor.

Fáir sáu fyrir hversu vinsælir þættirnir urðu en flestir af þeim sem léku í þáttunum voru nánast ókunnugir almenningi. Frægð þeirra sem léku aðalhlutverkin í þáttunum er ekki það eina sem hefur breyst á öllum þessum árum.

Kit Harrington, sem lék Jon Snow, virtist líða verst yfir því að sjá tíu ára yngri útgáfu af sjálfum sér tala um hvað hann væri ánægður með að fá að hlaupa um með sverð og í búning.

Sjá má viðbrögð leikarana hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.