Lífið

Jimmy Kimmel gerir upp lokaþáttinn af GOT: „Nördar í dag vita ekki hvað þeir hafa það gott“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kimmel alltaf góður.
Kimmel alltaf góður.
Síðasti þátturinn af Game Of Thrones fór í loftið í byrjun vikunnar og horfðu 19 milljónir Bandaríkjamanna á þáttinn og er það met í sögu HBO.

Viðbrögðin eftir þáttinn voru misjöfn. Sumir voru mjög hrifnir en aðrir voru ekki parsáttir við endalokin.

Kimmel fer yfir lokin á spaugilegan hátt í spjallþætti sínum og talar hann meðal annars um einn af bestu þáttaröðum sögunnar.

„Nördar í dag vita ekki hvað þeir hafa það gott,“ segir Kimmel og bendir þá á slæma umræðu um þáttinn og þá sérstaklega frá helstu aðdáendum þáttanna. Þegar hann var yngri átti hann aðeins einn Batman og lífið töluvert erfiðara á þeim tíma.

Hér að neðan má sjá skemmtileg yfirferð spjallþáttastjórnandans um GOT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×