Lífið

Viðbrögð Harington þegar hann frétti fyrst hvað Jon Snow myndi gera í lokaþættinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harington lék Snow í Game of Thrones.
Harington lék Snow í Game of Thrones.
Game of Thrones eru án efa vinsælustu þættir heims í dag og hafa verið það undanfarin ár. Lokaþátturinn í áttundu þáttaröðinni fór í loftið á Stöð 2 og um heim allan á dögunum og var það lokaþátturinn sjálfur.

Þættirnir voru í loftinu frá árinu 2011 – 2019.

Lokaþátturinn kom heldur betur á óvart og gerðust hlutir sem fáir sái fyrir. Ef þú hefur ekki séð síðustu þættina ættir þú ekki að lesa meira.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Það er búið að vera þig við…….

.

.

.

Leikarinn Kit Harington leikur Jon Snow í GOT og var hann byrjaður í ástarsambandi með Daenerys Targaryen, sem er leikinn af Emila Clarke, undir lok þáttanna.

Nú má sjá myndband á Twitter þar sem leikarahópurinn er að fara yfir handritið á sínum tíma. Við upplesturinn kemur í ljós að Jon Snow á að drepa Daenerys í lokaþættinum og það var það sem gerðist í raun og veru.

Hér að neðan má sjá hvernig Harington brást við þegar hann komst að því.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.