Innlent

Gamli Kvennaskólinn hífður upp

Sylvía Hall skrifar
Húsið var byggt árið 1878 og er því 141 árs.
Húsið var byggt árið 1878 og er því 141 árs. Vísir/Gunnar Reynir
Nú á sjötta tímanum í dag var Gamli Kvennaskólinn, þar sem skemmtistaðurinn Nasa var til húsa á árum áður, hífður upp í heilu lagi. Hann verður fluttur í nokkra mánuði til þess að hægt sé að gera endurbætur á undirstöðum hússins.

Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eignarhaldsfélagið sem á fasteignir á Landssímareitnum við Austurvöll, segir að vonir standi til þess að húsið verði komið aftur á sinn stað fyrir áramót. Flutningurinn sé hluti af þeirri uppbyggingu sem á sér stað á reitnum.

„Það var talið öruggast að gera þetta svona til þess að takmarka hættu á því að eitthvað myndi skemmast,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi en húsið sem um ræðir er byggt árið 1878 og því aldursfriðað.

Þegar húsið verður flutt aftur á undirstöður sínar mun Nasa salurinn vera byggður aftur í upprunalegum stíl. Þar verður að finna tónleika- og ráðstefnusal sem ætti að gleðja marga dygga aðdáendur staðarins.

Gamli Kvennaskólinn ætti að vera kominn aftur á sinn stað fyrir áramót.Vísir/Gunnar Reynir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×