Innlent

Mikið álag á sjúkra­flutninga­mönnum á Sel­fossi og Hvols­velli um helgina

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Sjúkrabíll við Björgunarmiðstöðina á Selfossi. Sjúkraflutningamenn höfðu í nægu að snúast alla hvítasunnuhelgina.
Sjúkrabíll við Björgunarmiðstöðina á Selfossi. Sjúkraflutningamenn höfðu í nægu að snúast alla hvítasunnuhelgina. Vísir/Vilhelm

Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningamönnum á Selfossi og á Hvolsvelli síðan í gær. Allt tiltækt lið var sent á vettvang flugslyssins í Fljótshlíð í gærkvöldi en yfir hvítasunnuhelgina hafa sjúkraflutningamenn sinnt þrjátíu og fimm sjúkraflutningum á svæðinu.

Á fjörutíu og fjórum klukkustundum yfir helgina voru þrettán þessara útkalla á hæsta forgangi. Felst hafa útköllin verið vegna veikinda og minni slysa. Svæði sjúkraflutningamanna er víðfeðmt, í Árnes- og Rangárvallasýslu og því geta sjúkraflutninga tekið langan tíma.

Hermann Marínó Maggýjarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir, í samtali við fréttastofu, álagið hafa verið mikið enda margt um manninn á Suðurlandi í blíðviðrinu sem þar hefur verið en að auki fór fram bæjarhátíðin Kótelettan á Selfossi.

Íbúafjöldi á svæðinu margfaldast yfir sumartímann vegna fjölda orlofshúsa á svæðinu og mikil umferð var um Suðurlandsveg sem og aðra vegi í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu.


Tengdar fréttir

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi

Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.