Lífið

Kristófer Acox segist ekki vera spaði: „Ég er bara saklaus mömmustrákur“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Birna María og Kristófer Acox ræddu málin í GYM.
Birna María og Kristófer Acox ræddu málin í GYM. Stöð 2
Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox ætti að vera flestum íþróttaáhugamönnum landsins kunnur. Hann er leikmaður KR í Dominos-deildinni og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn með liðinu síðastliðin þrjú ár.Kristófer var gestur Birnu Maríu í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af spjallþættinum GYM, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum í sumar.Birna og Kristófer fóru um víðan völl í þættinum og fá áhorfendur meðal annars að sjá hve gríðarlegum stökkkrafti þessi magnaði íþróttamaður býr yfir. Þá lætur hann einnig í ljós óánægju sína með að hlaupa í ræktinni, en kappinn segir fátt leiðinlegra en að hlaupa á brettinu. Aðra sögu sé þó að segja um hlaup með bolta.Áhorfendur fá þá einnig að kynnast mýkri hlið kappans en á teygjusvæðinu segir Kristófer Birnu frá því að hann njóti þess ekkert sérstaklega að láta taka myndir af sér, nema þá mögulega með ungum aðdáendum eða í myndatökum fyrir styrktaraðila sína.Eftir að hafa fengið að kynnast Kristófer betur viðurkenndi Birna að það vekti hjá henni furðu hversu litlir stjörnustælar væru í kappanum. Hún hafi búist við að hann væri meiri „sjomli.“„Ég er bara saklaus mömmustrákur, ég er enginn spaði. Ég var bara í Kvennó,“ segir Kristófer þá.Hluta þáttarins má sjá hér að neðan en þættina í heild sinni má sjá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 klukkan 20:40 eða á Stöð 2 Maraþon.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.