Kristófer Acox segist ekki vera spaði: „Ég er bara saklaus mömmustrákur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2019 14:00 Birna María og Kristófer Acox ræddu málin í GYM. Stöð 2 Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox ætti að vera flestum íþróttaáhugamönnum landsins kunnur. Hann er leikmaður KR í Dominos-deildinni og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn með liðinu síðastliðin þrjú ár. Kristófer var gestur Birnu Maríu í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af spjallþættinum GYM, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum í sumar. Birna og Kristófer fóru um víðan völl í þættinum og fá áhorfendur meðal annars að sjá hve gríðarlegum stökkkrafti þessi magnaði íþróttamaður býr yfir. Þá lætur hann einnig í ljós óánægju sína með að hlaupa í ræktinni, en kappinn segir fátt leiðinlegra en að hlaupa á brettinu. Aðra sögu sé þó að segja um hlaup með bolta. Áhorfendur fá þá einnig að kynnast mýkri hlið kappans en á teygjusvæðinu segir Kristófer Birnu frá því að hann njóti þess ekkert sérstaklega að láta taka myndir af sér, nema þá mögulega með ungum aðdáendum eða í myndatökum fyrir styrktaraðila sína. Eftir að hafa fengið að kynnast Kristófer betur viðurkenndi Birna að það vekti hjá henni furðu hversu litlir stjörnustælar væru í kappanum. Hún hafi búist við að hann væri meiri „sjomli.“ „Ég er bara saklaus mömmustrákur, ég er enginn spaði. Ég var bara í Kvennó,“ segir Kristófer þá. Hluta þáttarins má sjá hér að neðan en þættina í heild sinni má sjá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 klukkan 20:40 eða á Stöð 2 Maraþon. Dominos-deild karla GYM Heilsa Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Kristófer Acox ætti að vera flestum íþróttaáhugamönnum landsins kunnur. Hann er leikmaður KR í Dominos-deildinni og hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn með liðinu síðastliðin þrjú ár. Kristófer var gestur Birnu Maríu í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar af spjallþættinum GYM, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum í sumar. Birna og Kristófer fóru um víðan völl í þættinum og fá áhorfendur meðal annars að sjá hve gríðarlegum stökkkrafti þessi magnaði íþróttamaður býr yfir. Þá lætur hann einnig í ljós óánægju sína með að hlaupa í ræktinni, en kappinn segir fátt leiðinlegra en að hlaupa á brettinu. Aðra sögu sé þó að segja um hlaup með bolta. Áhorfendur fá þá einnig að kynnast mýkri hlið kappans en á teygjusvæðinu segir Kristófer Birnu frá því að hann njóti þess ekkert sérstaklega að láta taka myndir af sér, nema þá mögulega með ungum aðdáendum eða í myndatökum fyrir styrktaraðila sína. Eftir að hafa fengið að kynnast Kristófer betur viðurkenndi Birna að það vekti hjá henni furðu hversu litlir stjörnustælar væru í kappanum. Hún hafi búist við að hann væri meiri „sjomli.“ „Ég er bara saklaus mömmustrákur, ég er enginn spaði. Ég var bara í Kvennó,“ segir Kristófer þá. Hluta þáttarins má sjá hér að neðan en þættina í heild sinni má sjá á sunnudagskvöldum á Stöð 2 klukkan 20:40 eða á Stöð 2 Maraþon.
Dominos-deild karla GYM Heilsa Mest lesið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Morð og missir, kraftaverk, hjónaskilnaðir og Forrest Gump Áskorun Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sjá meira