Innlent

Jens Stoltenberg mættur til Íslands

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum.
Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum. Nato

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er kominn til landsins. Stoltenberg kemur í boði Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Vél hans lenti á tíunda tímanum í Keflavík og hann var svo mættur til fundar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um klukkan 11:30. 

Stoltenberg fundar í framhaldinu með forsætisráðherra og Þjóðaröryggisráði. Þá flytur hann erindi á opnum málfundi á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs og utanríkisráðuneytisins í Norræna húsinu og skoðar öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Sólin skein þegar Stoltenberg mætti til landsins í morgun. Nato


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.