Innlent

Kjósa ekki fulltrúa í stjórn

Ari Brynjólfsson skrifar
Lögreglustöðin á Sauðárkróki.
Lögreglustöðin á Sauðárkróki. Fréttablaðið/Pjetur

Lögreglufélag Norðurlands vestra ætlar ekki að kjósa nýjan fulltrúa í stjórn Landssambands lögreglumanna vegna deilunnar um fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni. Þetta er niðurstaða félagsfundar sem fór fram á lögreglustöðinni á Sauðárkróki í gær.

Fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu að hagsmunir félagsins og forystu stjórnar landssambandsins fari ekki saman þegar kemur að bílamálum, málefnum sérsveitar ásamt fata- og tækjamálum.

Fyrir viku ályktaði félagið að afar mikilvægt væri að sérsveit yrði áfram starfrækt á Norðurlandi. Var þá landssambandið hvatt til að „standa í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra sem hefði leyft vandamálum að margfaldast á síðustu árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.