Innlent

Hiti gæti náð 25 stigum í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Hitakort Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag. Fjólublái liturinn gefur til kynna 20 stig og yfir.
Hitakort Veðurstofu Íslands fyrir daginn í dag. Fjólublái liturinn gefur til kynna 20 stig og yfir. Veður

Í dag er spáð vestan- og norðvestanátt á bilinu 3-10 metrum á sekúndu. Víða er útlit fyrir bjart veður, en mögulega verða þokubakkar á sveimi við sjóinn, þá einkum við vesturströndina. Það er hlýr loftmassi yfir landinu og hæsti hiti dagsins mælist ef að líkum lætur á Suðausturlandi, 23-24 stig.

Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að Kirkjubæjarklaustur sé mælistöð sem komi til greina til að mæla hæsta hitann. Þó er bent á dálítið regnsvæði sem er væntanlegt inn á norðaustanvert landið í kvöld og rignir í þeim landsfjórðungi á köflum til morguns.

Á morgun, fimmtudag, er útlit fyrir eilítið ákveðnari vind en í dag eða norðanátt á bilinu 5-13 m/s. Ský munu að mestu halda hitanum niðri á Norður- og Austurlandi og líklega einnig á Suðausturlandi. Á Suður- og Vesturlandi ætti að verða bjart og hlýtt. Líklegt er að hæstu hitatölur verði álíka háar á morgun og í dag, eða 23-24 stig á Suðurlandi.

Það þykja alltaf nokkur tíðindi þegar 25 stig eða meira mælast á landinu. Það gerist ekki á hverju ári, til dæmis var hæsti hiti ársins 2018 einungis 24,7 stig sem mældist 29. júlí á Patreksfirði. Seinast mældist meira en 25 stig á landinu í júlí 2017.

„Eins og lesendur hafa tekið eftir í spánni hér að ofan, þá heggur hitaspáin í dag og á morgun nærri 25 stigunum, það má segja að það sé möguleiki á að það náist, en engan veginn öruggt,“ segir í hugleiðingu veðurfræðings.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.