Lífið

Óskarsverðlaunahafinn J.K. Simmons staddur hér á landi

Andri Eysteinsson skrifar
J.K.Simmons hlaut Óskarinn árið 2014.
J.K.Simmons hlaut Óskarinn árið 2014. Getty/Roy Rochlin

Bandaríski stórleikarinn Jonathan Kimble Simmons, sem best er þekktur sem J. K. Simmons, er samkvæmt heimildum Vísis staddur hér á landi.

Óskarsverðlaunahafinn Simmons er þekktastur fyrir túlkun sína á ritstjóranum J. Jonah Jameson í þríleik Sam Raimi um Köngulóarmanninn og tónlistarkennarann Terence Fletcher í verðlaunamyndinni Whiplash sem kom út árið 2014.

Fyrir hlutverk sitt í Whiplash hlaut Simmons Óskarinn fyrir leik í aukahlutverki, þá hlaut hann sama heiður á Golden Globe og BAFTA verðlaunahátíðunum.

Samkvæmt heimildum Vísis er Simmons nú staddur í Reykjavík ásamt börnum sínum. Ljóst er að lukkan hefur leikið við Simmons og fjölskyldu enda hefur veðrið undanfarna daga verið til fyrirmyndar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.