Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum 14. júní 2019 08:15 Hljómsveitin GRL PWR flytur lög Spice Girls. Mynd/Saga Sig E lísabet Ormslev er einn af fimm meðlimum sveitarinnar GRL PWR sem gert hefur garðinn frægan fyrir óð sinn til Spice Girls eða Kryddpíanna. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Salka Sól, Stefanía Svavars, Þuríður Blær og Karó með tilfallandi gestasöngkonum á borð við Svölu Björgvins og GDRN. Á föstudaginn slær sveitin upp veislu á Gauknum til að fagna því að Kryddpíurnar séu hvergi nær hættar og verður leikurinn síðan endurtekinn á Græna hattinum á Akureyri 21. júní. Elísabet segir hljómsveitina hafa orðið til eftir gamlársball hljómsveitarinnar Babies í Gamla bíói árið 2017. „Þar tókum við tvö Spice Girls lög og viðbrögðin voru svo svakaleg að ég og Salka ákváðum að ráðast í þetta.“ Hún bætir við að eftirspurn eftir tónleikum hafi ekki linnt eftir stofnun hópsins en landinn virðist ekki fá nóg af krydduðu poppinu og sjálfseflandi boðskapnum. Sjálf uppgötvaði Elísabet Kryddpíurnar 5 ára gömul eða í kringum 1998 þegar poppsveitin var á hápunkti ferilsins. „Ég átti haug af Spice Girls dóti og hlustaði varla á neitt annað.“ Elísabet heillaðist af samheldni sveitarinnar og hvatningu þeirra til ungra stúlkna um allan heim. „Þær fengu allar að vera nákvæmlega eins og þær vildu svo að það var auðvelt fyrir aðdáendur að finna einhverja til að tengja við.“ Elísabet tengdi persónulega mest við söngkonuna Geri „af því að ég var rauðhærð en mig langaði líka stundum að vera Mel B“ en Elísabet verður einmitt í hlutverki Geri á sviðinu með GRL PWR. Elísabet telur boðskap Kryddpíanna eiga erindi við samtímann og segir GRL PWR taka þátt í að miðla honum áfram. „Stór partur af okkar boðskap er að hvetja stelpur áfram og ekki láta neitt stoppa sig.“ Hún segir Kryddpíurnar hafa verið ákveðna frumkvöðla í eflingu á samheldni og nýrri birtingarmynd vináttu kvenna. „Konur eru konum bestar og það er nákvæmlega okkar boðskapur líka.“ Elísabet tekur fram að tónlistin standi enn þá upp úr en hún lærði hvert einasta lag af fyrstu tveimur plötum Spice Girls aðeins fimm ára. „Ég hef eflaust verið að gera aðra á heimilinu brjálaða, ég spilaði þær svo mikið og á algjöru blasti.“ Aðspurð segir Elísabet að hana hafi langað mikið út að sjá Spice Girls þegar tilkynnt var um endurkomutónleika þeirra. „Ég öskraði mjög hátt þegar ég sá fréttirnar en þær sem ég myndi vilja deila upplifuninni með eru uppteknar með lítil Baby Spice,“ en Elísabet segir það ekki óhugsandi að hún leggi í ferðalagið ein. Um eigin tónleika segir Elísabet aðdáendur geta búist við brjálaðri nostalgíu og yfirflæðandi „girl power“ en Elísabet gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina eftir kvöldið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
E lísabet Ormslev er einn af fimm meðlimum sveitarinnar GRL PWR sem gert hefur garðinn frægan fyrir óð sinn til Spice Girls eða Kryddpíanna. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Salka Sól, Stefanía Svavars, Þuríður Blær og Karó með tilfallandi gestasöngkonum á borð við Svölu Björgvins og GDRN. Á föstudaginn slær sveitin upp veislu á Gauknum til að fagna því að Kryddpíurnar séu hvergi nær hættar og verður leikurinn síðan endurtekinn á Græna hattinum á Akureyri 21. júní. Elísabet segir hljómsveitina hafa orðið til eftir gamlársball hljómsveitarinnar Babies í Gamla bíói árið 2017. „Þar tókum við tvö Spice Girls lög og viðbrögðin voru svo svakaleg að ég og Salka ákváðum að ráðast í þetta.“ Hún bætir við að eftirspurn eftir tónleikum hafi ekki linnt eftir stofnun hópsins en landinn virðist ekki fá nóg af krydduðu poppinu og sjálfseflandi boðskapnum. Sjálf uppgötvaði Elísabet Kryddpíurnar 5 ára gömul eða í kringum 1998 þegar poppsveitin var á hápunkti ferilsins. „Ég átti haug af Spice Girls dóti og hlustaði varla á neitt annað.“ Elísabet heillaðist af samheldni sveitarinnar og hvatningu þeirra til ungra stúlkna um allan heim. „Þær fengu allar að vera nákvæmlega eins og þær vildu svo að það var auðvelt fyrir aðdáendur að finna einhverja til að tengja við.“ Elísabet tengdi persónulega mest við söngkonuna Geri „af því að ég var rauðhærð en mig langaði líka stundum að vera Mel B“ en Elísabet verður einmitt í hlutverki Geri á sviðinu með GRL PWR. Elísabet telur boðskap Kryddpíanna eiga erindi við samtímann og segir GRL PWR taka þátt í að miðla honum áfram. „Stór partur af okkar boðskap er að hvetja stelpur áfram og ekki láta neitt stoppa sig.“ Hún segir Kryddpíurnar hafa verið ákveðna frumkvöðla í eflingu á samheldni og nýrri birtingarmynd vináttu kvenna. „Konur eru konum bestar og það er nákvæmlega okkar boðskapur líka.“ Elísabet tekur fram að tónlistin standi enn þá upp úr en hún lærði hvert einasta lag af fyrstu tveimur plötum Spice Girls aðeins fimm ára. „Ég hef eflaust verið að gera aðra á heimilinu brjálaða, ég spilaði þær svo mikið og á algjöru blasti.“ Aðspurð segir Elísabet að hana hafi langað mikið út að sjá Spice Girls þegar tilkynnt var um endurkomutónleika þeirra. „Ég öskraði mjög hátt þegar ég sá fréttirnar en þær sem ég myndi vilja deila upplifuninni með eru uppteknar með lítil Baby Spice,“ en Elísabet segir það ekki óhugsandi að hún leggi í ferðalagið ein. Um eigin tónleika segir Elísabet aðdáendur geta búist við brjálaðri nostalgíu og yfirflæðandi „girl power“ en Elísabet gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina eftir kvöldið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira