Metþátttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í einstöku blíðviðri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júní 2019 19:00 Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.Fyrsta skrúðaganga dagsins var farin frá Austurvelli um hádegi og að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig við hátíðalega athöfn.Hátt í sjötíu þrettán til sextán ára ungmenni sem setið höfðu við hátíðarhöldin á Austurvelli héldu þingfund á Alþingi að þeim loknum. Þau fluttu margar eldræður þar sem jafnrétti, umhverfismál heilbrigðismál og málefni fatlaðra var þeim ofarlega í huga og afhentu síðan forsætisráðherra ályktun.„Við vonum innilega að Alþingi taki mark á tillögum okkar,“ sagði Dagný Erla Gunnarsdóttir sem tók þátt í ungmennaþinginu.Í sama streng tók Magnús Árni Pétursson sem var einnig fulltrúi en hann sagði að ungmennin hefðu verið margar vikur að undirbúa sig fyrir fundinn í dag.Formleg skemmtidagskrá hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan eitt niður Skólavörðustíg og að Hljómskálagarðinum. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri og kynnir hátíðarinnar var afar ánægður með daginn og sagði að hátíðin í ár væri ein sú fjölmennasta síðustu ár. Þá var hann afar ánægður með veðurblíðuna sem lék við borgarbúa. „Við gerðum rannsókn á veðurfari á 17. júní fyrir þessi hátíðarhöld og þar kom í ljós að í um 85% tilvika hefur rignt á þessum degi síðustu 75 ár. Það er því alveg frábært að sjá hvað veðrið er gott í dag,“ sagði Guðmundur. Víða mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum í dag. Klara Rún Hilmarsdóttir var ein þeirra en hún sagðist vonast til að sjá fleiri konur í þjóðbúningi. Hún notaði sinn eins oft og tækifæri gæfust til. Borgarbúum var einnig boðið að smakka á 75 metra langri lýðveldisköku á Sóleyjargötu sem kvenfélagasambandskonur tóku þátt í að skera. Kakan kláraðist fljótlega en það var Landssamband bakarameistara sem stóð fyrir bakstrinum. Jóhannes Felixson formaður sambandsins sagði að mörg önnur sveitarfélög byðu uppá slíka köku í tilefni dagsins. Flest bakarí á höfuðborgarsvæðinu hefðu tekið þátt í að baka þessa köku. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fengu fyrstu sneiðarnar og voru afar ánægð með bragðið aðallega hvað það var mikill marsípan á kökunni. Skemmtidagskrá stóð til klukkan fimm og var vegleg eins og víða um land. Sumir missa nánast aldrei af dagskránni. 17. júní Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.Fyrsta skrúðaganga dagsins var farin frá Austurvelli um hádegi og að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig við hátíðalega athöfn.Hátt í sjötíu þrettán til sextán ára ungmenni sem setið höfðu við hátíðarhöldin á Austurvelli héldu þingfund á Alþingi að þeim loknum. Þau fluttu margar eldræður þar sem jafnrétti, umhverfismál heilbrigðismál og málefni fatlaðra var þeim ofarlega í huga og afhentu síðan forsætisráðherra ályktun.„Við vonum innilega að Alþingi taki mark á tillögum okkar,“ sagði Dagný Erla Gunnarsdóttir sem tók þátt í ungmennaþinginu.Í sama streng tók Magnús Árni Pétursson sem var einnig fulltrúi en hann sagði að ungmennin hefðu verið margar vikur að undirbúa sig fyrir fundinn í dag.Formleg skemmtidagskrá hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan eitt niður Skólavörðustíg og að Hljómskálagarðinum. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri og kynnir hátíðarinnar var afar ánægður með daginn og sagði að hátíðin í ár væri ein sú fjölmennasta síðustu ár. Þá var hann afar ánægður með veðurblíðuna sem lék við borgarbúa. „Við gerðum rannsókn á veðurfari á 17. júní fyrir þessi hátíðarhöld og þar kom í ljós að í um 85% tilvika hefur rignt á þessum degi síðustu 75 ár. Það er því alveg frábært að sjá hvað veðrið er gott í dag,“ sagði Guðmundur. Víða mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum í dag. Klara Rún Hilmarsdóttir var ein þeirra en hún sagðist vonast til að sjá fleiri konur í þjóðbúningi. Hún notaði sinn eins oft og tækifæri gæfust til. Borgarbúum var einnig boðið að smakka á 75 metra langri lýðveldisköku á Sóleyjargötu sem kvenfélagasambandskonur tóku þátt í að skera. Kakan kláraðist fljótlega en það var Landssamband bakarameistara sem stóð fyrir bakstrinum. Jóhannes Felixson formaður sambandsins sagði að mörg önnur sveitarfélög byðu uppá slíka köku í tilefni dagsins. Flest bakarí á höfuðborgarsvæðinu hefðu tekið þátt í að baka þessa köku. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fengu fyrstu sneiðarnar og voru afar ánægð með bragðið aðallega hvað það var mikill marsípan á kökunni. Skemmtidagskrá stóð til klukkan fimm og var vegleg eins og víða um land. Sumir missa nánast aldrei af dagskránni.
17. júní Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira