Metþátttaka í hátíðarhöldunum í Reykjavík í einstöku blíðviðri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júní 2019 19:00 Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.Fyrsta skrúðaganga dagsins var farin frá Austurvelli um hádegi og að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig við hátíðalega athöfn.Hátt í sjötíu þrettán til sextán ára ungmenni sem setið höfðu við hátíðarhöldin á Austurvelli héldu þingfund á Alþingi að þeim loknum. Þau fluttu margar eldræður þar sem jafnrétti, umhverfismál heilbrigðismál og málefni fatlaðra var þeim ofarlega í huga og afhentu síðan forsætisráðherra ályktun.„Við vonum innilega að Alþingi taki mark á tillögum okkar,“ sagði Dagný Erla Gunnarsdóttir sem tók þátt í ungmennaþinginu.Í sama streng tók Magnús Árni Pétursson sem var einnig fulltrúi en hann sagði að ungmennin hefðu verið margar vikur að undirbúa sig fyrir fundinn í dag.Formleg skemmtidagskrá hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan eitt niður Skólavörðustíg og að Hljómskálagarðinum. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri og kynnir hátíðarinnar var afar ánægður með daginn og sagði að hátíðin í ár væri ein sú fjölmennasta síðustu ár. Þá var hann afar ánægður með veðurblíðuna sem lék við borgarbúa. „Við gerðum rannsókn á veðurfari á 17. júní fyrir þessi hátíðarhöld og þar kom í ljós að í um 85% tilvika hefur rignt á þessum degi síðustu 75 ár. Það er því alveg frábært að sjá hvað veðrið er gott í dag,“ sagði Guðmundur. Víða mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum í dag. Klara Rún Hilmarsdóttir var ein þeirra en hún sagðist vonast til að sjá fleiri konur í þjóðbúningi. Hún notaði sinn eins oft og tækifæri gæfust til. Borgarbúum var einnig boðið að smakka á 75 metra langri lýðveldisköku á Sóleyjargötu sem kvenfélagasambandskonur tóku þátt í að skera. Kakan kláraðist fljótlega en það var Landssamband bakarameistara sem stóð fyrir bakstrinum. Jóhannes Felixson formaður sambandsins sagði að mörg önnur sveitarfélög byðu uppá slíka köku í tilefni dagsins. Flest bakarí á höfuðborgarsvæðinu hefðu tekið þátt í að baka þessa köku. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fengu fyrstu sneiðarnar og voru afar ánægð með bragðið aðallega hvað það var mikill marsípan á kökunni. Skemmtidagskrá stóð til klukkan fimm og var vegleg eins og víða um land. Sumir missa nánast aldrei af dagskránni. 17. júní Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Sjaldgæft er að blíðviðri líkt og í dag ríki á þjóðhátíðardaginn en síðustu sjötíu og fimm ár hefur langoftast verið rigning að sögn viðburðastjóra hátíðarinnar. Miðgarðarðsormurinn liðaðist gegnum borgina í dag ásamt fjölmennri skrúðgöngu og borgarbúar gæddu sér á sjötíu og fimm metra langri lýðveldisköku í tilefni dagsins.Fyrsta skrúðaganga dagsins var farin frá Austurvelli um hádegi og að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar lagði blómsveig við hátíðalega athöfn.Hátt í sjötíu þrettán til sextán ára ungmenni sem setið höfðu við hátíðarhöldin á Austurvelli héldu þingfund á Alþingi að þeim loknum. Þau fluttu margar eldræður þar sem jafnrétti, umhverfismál heilbrigðismál og málefni fatlaðra var þeim ofarlega í huga og afhentu síðan forsætisráðherra ályktun.„Við vonum innilega að Alþingi taki mark á tillögum okkar,“ sagði Dagný Erla Gunnarsdóttir sem tók þátt í ungmennaþinginu.Í sama streng tók Magnús Árni Pétursson sem var einnig fulltrúi en hann sagði að ungmennin hefðu verið margar vikur að undirbúa sig fyrir fundinn í dag.Formleg skemmtidagskrá hófst með skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan eitt niður Skólavörðustíg og að Hljómskálagarðinum. Guðmundur Birgir Halldórsson viðburðastjóri og kynnir hátíðarinnar var afar ánægður með daginn og sagði að hátíðin í ár væri ein sú fjölmennasta síðustu ár. Þá var hann afar ánægður með veðurblíðuna sem lék við borgarbúa. „Við gerðum rannsókn á veðurfari á 17. júní fyrir þessi hátíðarhöld og þar kom í ljós að í um 85% tilvika hefur rignt á þessum degi síðustu 75 ár. Það er því alveg frábært að sjá hvað veðrið er gott í dag,“ sagði Guðmundur. Víða mátti sjá konur í fallegum þjóðbúningum í dag. Klara Rún Hilmarsdóttir var ein þeirra en hún sagðist vonast til að sjá fleiri konur í þjóðbúningi. Hún notaði sinn eins oft og tækifæri gæfust til. Borgarbúum var einnig boðið að smakka á 75 metra langri lýðveldisköku á Sóleyjargötu sem kvenfélagasambandskonur tóku þátt í að skera. Kakan kláraðist fljótlega en það var Landssamband bakarameistara sem stóð fyrir bakstrinum. Jóhannes Felixson formaður sambandsins sagði að mörg önnur sveitarfélög byðu uppá slíka köku í tilefni dagsins. Flest bakarí á höfuðborgarsvæðinu hefðu tekið þátt í að baka þessa köku. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fengu fyrstu sneiðarnar og voru afar ánægð með bragðið aðallega hvað það var mikill marsípan á kökunni. Skemmtidagskrá stóð til klukkan fimm og var vegleg eins og víða um land. Sumir missa nánast aldrei af dagskránni.
17. júní Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent