Innlent

Sagði spurningar frá Dóru til skammar

Ari Brynjólfsson skrifar
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Uppnám varð í borgarstjórn í gær í umræðu um reglur um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, spurði þá Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, hvort hann væri tengdur Strokki Energy þar sem hann væri skráður tengiliður á vefsíðu félagsins og notaði netfang Strokks sem ræðismaður Botsvana. Vildi hún einnig vita hvort hann væri tengdur öðrum orkufyrirtækjum.

Eyþór sagði spurningarnar til skammar. Verið væri að draga einstakling inn í gróusögur í stað þess að tala um það sem væri á dagskrá. Eyþór sagði að hann ætti ekkert í Strokki Energy og tengdist ekkert orkufyrirtækjum.

„Hef ég gert það? Já. Geri ég það núna? Nei.“

Borgarfulltrúar minnihlutans brugðust margir ókvæða við. „Þetta er á andskoti lágu plani,“ sagði Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Borgarstjóri er að skipuleggja Óðinstorg, dýrasta torg Reykjavíkursögunnar fyrir utan heimili sitt, síðan kemur Píratinn hérna upp með álpappírshattinn á hausnum? Þetta er komið út í rugl.“

Eyþór Arnalds kvaðst ekki tengjast orkufyrirtækjum. Fréttablaðið/Anton


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.