Innlent

Sagði spurningar frá Dóru til skammar

Ari Brynjólfsson skrifar
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Uppnám varð í borgarstjórn í gær í umræðu um reglur um hagsmunaskráningu borgarfulltrúa.

Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, spurði þá Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, hvort hann væri tengdur Strokki Energy þar sem hann væri skráður tengiliður á vefsíðu félagsins og notaði netfang Strokks sem ræðismaður Botsvana. Vildi hún einnig vita hvort hann væri tengdur öðrum orkufyrirtækjum.

Eyþór sagði spurningarnar til skammar. Verið væri að draga einstakling inn í gróusögur í stað þess að tala um það sem væri á dagskrá. Eyþór sagði að hann ætti ekkert í Strokki Energy og tengdist ekkert orkufyrirtækjum.

„Hef ég gert það? Já. Geri ég það núna? Nei.“



Borgarfulltrúar minnihlutans brugðust margir ókvæða við. „Þetta er á andskoti lágu plani,“ sagði Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

„Borgarstjóri er að skipuleggja Óðinstorg, dýrasta torg Reykjavíkursögunnar fyrir utan heimili sitt, síðan kemur Píratinn hérna upp með álpappírshattinn á hausnum? Þetta er komið út í rugl.“

Eyþór Arnalds kvaðst ekki tengjast orkufyrirtækjum. Fréttablaðið/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×