Innlent

Hlýnar um helgina

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íbúar Norður- og Austurlands munu eflaust taka hlýindunum fagnandi.
Íbúar Norður- og Austurlands munu eflaust taka hlýindunum fagnandi.

Veðrið í dag og á morgun svipar til þess sem hefur verið síðustu daga að sögn veðurfræðings. Þó verður vindur líklega örlítið hægari. Gera má ráð fyrir norðlægri átt og dálítill rigningu eða súld á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla annars staðar á landinu.

Íbúar syðst á landinu ættu þó ekki að láta sér bregða þó að stöku skúrir geri vart við sig í dag. Þar verður jafnframt hlýjast á landinu, en ætla má að hitinn verði á bilinu 4 til 14 stig. Kaldast verður á norðausturhorninu.

Þá er helgarútlitið svipað og fyrri spár hafa bent til. Hæglætis veður, þurrt á mest öllu landinu og hlýnar, einkum fyrir norðan og austan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðan 3-8 m/s. Dálítil væta á N- og A-landi, stöku síðdegisskúrir SA-til, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á föstudag (sumarsólstöður):

Norðvestlæg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum um vestanvert landið, rigning austantil, en annars skýjað og þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.

Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Vestlæg eða suðvestlæg átt, 3-8. Skýjað með köflum og hiti 10 til 18 stig á öllu landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.