Innlent

Víðtækar lokanir vegna malbikunar í kvöld

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða alveg lokuð og sett verða upp upplýsingamerki og hjáleiðir eins og þessi mynd sýnir.
Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verða alveg lokuð og sett verða upp upplýsingamerki og hjáleiðir eins og þessi mynd sýnir. Hlaðbær COlas
Stefnt er að því að malbika gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrabrautar í kvöld og nótt. Af þeim sökum verður þessum fjölförnu gatnamótum lokað og komið verður upp merktum hjáleiðum meðan á framkvæmdunum stendur. Gert er ráð fyrir að þær hefjist klukkan 20 í kvöld og ljúki klukkan 6 í fyrramálið.

Lokanir vegna malbikunarinnar eru nokkuð víðtækar, eins og sjá má á myndunum hér að ofan og neðan. Þannig verður gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar lokað í vesturátt, rétt eins og gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í suður. Við síðarnefndu gatnamótin verður hjáleið um Skipholt og Lönguhlíð.

Þar að auki verður gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar lokað í austurátt og vegfarendum gert að fara um Lönguhlíð. Ökumenn sem aka eftir Kringlumýrarbraut í norður munu auk þess þurfa að beygja til vinstri inn Hamrahlíð. Þá verður mislægu gatnamótunum við Bústaðaveg lokað og umferð beint upp rampinn. Slaufa af brúnni verður þó opin niður á Miklubraut.

Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas, sem sér um framkvæmdin, biður vegfarendur um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin séu þröng og menn og tæki verði við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Þá verði tekið tillit til forgangsaksturs lögreglu, sjúkrabíla og slökkviliðs og þeim hleypt framhjá ef þörf er á.

Gatnamót Miklubrautar og HáaleitisbrautarHlaðbær COlas
Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar.Hlaðbær COlas
Gatnamót Miklunbrautar og LönguhlíðarHlaðbær COlas
Kringlumýrarbraut, Listabraut og Hamrahlíð.Hlaðbær COlas
Miklabraut, Hringbraut og Vatnsmýrarvegur.Hlaðbær COlas



Fleiri fréttir

Sjá meira


×