Innlent

Listamenn svara Ara

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri.
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink

„Fjármál Sviðslistasambands Íslands eru hvorki til rannsóknar hjá embætti ríkisskattstjóra né skattrannsóknarstjóra ríkisins og hafa aldrei verið,“ segir í yfirlýsingu sem stjórn sambandsins sendi frá sér í gær. Segir að stjórnin hafi fengið þetta staðfest skriflega frá skattayfirvöldum. Tilefni yfirlýsingarinnar eru ummæli Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra í fjölmiðlum um slíka rannsókn.

Fréttablaðið fjallaði í síðasta mánuði um samskiptavanda þjóðleikhússtjóra og leikara við leikhúsið. Félag íslenskra leikara hefur meðal annars farið fram á við menntamálaráðuneytið að fagfólk í mannauðsmálum verið fengið til að ráða fram úr þeim vanda. Embætti þjóðleikhússtjóra var í síðasta mánuði auglýst til fimm ára. Ari Matthíasson hefur gegnt stöðunni frá árinu 2015. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.