„Fjármál Sviðslistasambands Íslands eru hvorki til rannsóknar hjá embætti ríkisskattstjóra né skattrannsóknarstjóra ríkisins og hafa aldrei verið,“ segir í yfirlýsingu sem stjórn sambandsins sendi frá sér í gær. Segir að stjórnin hafi fengið þetta staðfest skriflega frá skattayfirvöldum. Tilefni yfirlýsingarinnar eru ummæli Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra í fjölmiðlum um slíka rannsókn.
Fréttablaðið fjallaði í síðasta mánuði um samskiptavanda þjóðleikhússtjóra og leikara við leikhúsið. Félag íslenskra leikara hefur meðal annars farið fram á við menntamálaráðuneytið að fagfólk í mannauðsmálum verið fengið til að ráða fram úr þeim vanda. Embætti þjóðleikhússtjóra var í síðasta mánuði auglýst til fimm ára. Ari Matthíasson hefur gegnt stöðunni frá árinu 2015.
Listamenn svara Ara

Tengdar fréttir

Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara
Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu.

Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra
Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus.

Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins
Stjórn FÍL hyggst senda menningarmálaráðherra bréf til að kvarta yfir hvernig tekið hefur verið á athugasemdum vegna framkomu þjóðleikhússtjóra.