Ísafjarðarbær þarfnast ekki fleiri vina í bili Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. júní 2019 07:00 Ísafjarðarbær fékk innilega vinarbeiðni frá Póllandi á dögunum en ræður ekki við fleiri vini í bili að mati bæjarráðs. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Bæjarstjóri pólska smábæjarins Ustrzyki Dolne situr eftir með sárt ennið eftir að hafa óskað formlega eftir vinabæjarsamstarfi við Ísafjarðarbæ. Erindi bæjarstjórans, Bartosz Romowicz, sem og litrík og skemmtileg kynning á bæ hans var tekin fyrir á fundi bæjarráðs á mánudaginn var. Í bréfi Romowicz bæjarstjóra er óskað eftir að Ísafjarðarbær skoði hvort vilji sé fyrir því að koma á vinabæjarsamstarfi milli sveitarfélaganna tveggja. Ustrzyki Dolne er að sögn bæjarstjórans 17 þúsund manna bær í gríðarfallegu fjallaumhverfi í suðausturhluta Póllands. Bærinn er sagður hafa mikla möguleika, töluverð uppbygging hafi átt sér stað þar en bærinn sé í leit að auknum tækifærum með alþjóðlegu samstarfi. Í bréfhausnum vitnar Romowicz bæjarstjóri meira að segja í höfund Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling: „Peaceful cooperation is the key to success,“ sem myndi útleggjast sem „Friðsælt samstarf er lykillinn að velgengni.“ Í bréfinu telur Romowicz bæjarstjóri upp hina ýmsu kosti Ustrzyki Dolne, hverju Ísafjarðarbær megi búast við í samstarfinu og til hvers verði ætlast af þeim í staðinn. Erindi þessu fylgdi sömuleiðis efnismikill kynningarbæklingur um allt það helsta sem finna má í pólska bænum. Allt frá áhugaverðum kennileitum og afþreyingu sem í boði er, veitingastaði og gistingu. Romowicz bæjarstjóri verður seint sakaður um að taka skortstöðu gagnvart bæ sínum ef marka má lýsingarnar. „Einstakt landslagið, nálægðin við náttúruna, kyrrðin og gnægð ósnortinnar náttúru ætti að laða að alla þá sem leita frelsis og afslöppunar. Á veturnar leitar vetraríþróttafólk í fullkomnar aðstæður hér og fyrsta flokks aðstöðu.“ Bæjarráð þakkar Romowicz bæjarstjóra gott boð í bókun á fundinum en svo er að skilja að Ísafjarðarbær hafi ekki pláss fyrir fleiri vini að sinni. „Ísafjarðarbær er lítið sveitarfélag sem er nú þegar í miklu alþjóðlegu samstarfi og hefur því miður ekki fjármagn og mannafla í að sinna frekari vinabæjarsamskiptum. Bæjarráð hafnar því beiðni að sinni um vinabæjarsamstarf við Ustrzyki Dolne Commune,“ segir í afgreiðslu bæjarráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Ísafjarðarbær Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira