Innlent

Hitinn gæti farið í 15 stig sunnan til

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sólin ætti að láta sjá sig sunnan og vestan til í dag.
Sólin ætti að láta sjá sig sunnan og vestan til í dag. veðurstofan

Það eru ekki miklar breytingar í veðrinu þessa dagana eða eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands þá eru litlar sem engar breytingar að sjá um landið austanvert fram á helgi. Vestan til léttir svo meira til þegar líður á daginn. Hitinn breytist lítið og gæti farið í 15 stig í dag en hlýjast verður sunnan lands.

Um helgina er svo von á úrkomubakka yfir landið og verða hitatölur þá líklega eilítið hærri fyrir norðan og austan en skýjaðra fyrir sunnan og vestan, þurrt og svipaðar hitatölur.

„Eins og maður stundum sér í spám sem ná lengra en viku fram í tímann þá hefur spáin tilhneigingu til að ýta breytingum á undan sér, sérstaklega ef um þráláta norðlæga átt er að ræða. Breytingar sem voru í spám fyrir sólarhring eru almennt núna einum til tveimur dögum seinna á ferðinni, en þetta kemur samt fyrir rest,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg átt 8-13 m/s, en hvassari austast. Dálítil rigning eða slydda um norðaustanvert landið, bjart veður á Suður- og Suðvesturlandi, en annars skýjað og úrkomulítið.

Léttir til NV-til í kvöld og nótt. Skýjað NA- og A-lands og úrkomulítið á morgun, en víða léttskýjað annars staðar.

Hiti 3 til 15 stig að deginum, hlýjast sunnan til á landinu.

Á fimmtudag:
Norðan 5-13 m/s. Skýjað og dálítil úrkoma norðaustan til á landinu, en annars bjart að mestu og þurrt. Hiti 3 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á föstudag:
Norðaustlæg átt, 5-15, hvassast austast. Skýjað og þurrt fram eftir degi um austanvert landið, en bjart vestan til. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt. Skýjað og dálítil rigning N- og A-til, en bjart með köflum um landið SV-vert. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.

Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Norðaustan strekkingur. Skýjað með köflum og þurrt um suðvestanvert landið, en annars skýjað og allvíða dálítil rigning. Hiti 3 til 12 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.