Líkir sögu skóla án aðgreiningar við kennitöluflakk Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 13:03 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir að hugtakið „skóli án aðgreiningar“ sé viss átakaflötur innan skólakerfisins og þar þurfi að gera betur. Skortur á kennurum með sérhæfingu í sérkennslu er orðinn meiri en hjá almennunum kennurum. Grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Í fréttum Stöðvar tvö í gær sagði Dr. Gunnlaugur Magnússon, lektor í menntavísindum við Uppsala háskóla, að skóli án aðgreiningar hafi aldrei verið nægilega vel skilgreindur hér á landi til að virka sem skyldi. Til séu dæmi að kerfið sé nýtt til sparnaðar. Mikilvægt sé að ná betur utan um hugtakið því þeir aðilar sem vinna í kerfinu, pólitíkin og þeir sem nýta kerfið líti á það mismunandi augum. Skóla án aðgreiningar sé iðulega lýst sem fallegri hugmynd sem virki ekki. Því þurfi að breyta. Mikilvægt sé að standa vörð um skóla án aðgreiningar en ráðast þurfi í hreinskipta umræðu um málið. Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasambands Íslands, tekur í sama streng. Hann segir að á heimsvísu séum við að standa okkur vel, en við getum gert betur. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég heyri talað svona hispurslaust um skóla án aðgreiningar. Vegna þess að skóli án aðgreiningar hefur dálítið gengið í gegnum kennitöluflakk hér á Íslandi. Hann hét fyrst skóli fjölbreytileikans, svo menntun fyrir alla. Menn hafa dálítið forðast að tala um þetta vegna þess að það eru ýmis vandamál sem hafa fylgt þessu. Þetta er orðið að átakaflötum. Við höfum kannski ekki verið nógu stolt af þessari grunnhugmyndafræði til að halda henni í öndvegi þar sem hún á að vera,“ segir hann. Vantað hafi upp á að hægt sé að mæta þörfum allra, það skapi núning og oft sektarkennd meðal kennara.Nú hefur borið svolítið á kennaraskorti - hefur það ekki áhrif á þetta og dregur úr þjónustu við þessi börn? „Jú jú, það er bara neyðarástand. Þess vegna eru aðgerðir í gangi til að reyna að snúa því við. Við verðum að reyna að snúa kennaraskortinum við. Kennaraskortur er veruleikinn í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ef það er ekki tekið á því þá verður það mjög alvarlegt mál. Sérstaklega þegar kemur að kennurum með sérhæfingu í sérkennslu. Skortur á þeim hefur vaxið hraðar en á almennum kennurum,“ segir Ragnar.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Dæmi um að skólar án aðgreiningar séu notaðir til sparnaðar í menntakerfinu Skóli án aðgreiningar hefur ekki verið skilgreindur nægilega vel hér á landi til að virka sem skyldi samkvæmt lektor í menntunarfræðum. Til séu dæmi um að kerfið sé nýtt sem sparnaðaraðgerðir. 4. júní 2019 21:15