Haldið sofandi í öndunarvél eftir alvarlegt umferðarslys í Langadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2019 10:13 Mæðgurnar Jóna og Ugla á ferðalagi í Afríku. Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása. Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Jóna Elísabet Ottesen, 36 ára framleiðandi og skipuleggjandi, hlaut mænuskaða í umferðarslysi á leið sinni suður til Reykjavíkur að norðan um helgina. Jóna var með fimm ára dóttur sína í bíl og komin í Langadal nærri Húnaveri þegar slysið átti sér stað en töluverð umferð var á veginum. Ása Ottesen, systir Jónu, hefur ásamt vinkvennahópi sínum hrundið af stað söfnun fyrir Jónu enda ljóst að langt bataferli sé framundan. Þótt mænuskaði geti verið óútreiknanlegur sé klárt að hún hafi hlotið alvarlega áverka. „Söfnunin snýr að Jónu og hennar möguleikum í framtíðinni. Viljum gera allt til að styrkja hana. Þetta kostar allt rosalega mikið,“ segir Ása.Mæðgurnar á góðri stundu.Man eftir öllu Jóna liggur á gjörgæslu þar sem hún fái bestu mögulegu aðhlynningu sem hægt sé að fá. Hún sé með mjög alvarlega áverka á hálsi en alveg skýr í kollinum. „Man eftir öllu og talar við okkur inn á milli,“ segir Ása. Fjölskylda og vinir hafi vaktaskipti hjá henni á gjörgæslunni. „Í gær var tekin ákvörðun um að setja hana í öndunarvél og halda henni sofandi, á meðan bólgur hjaðna,“ segir Ása. Dóttir Jónu sem er fimm ára hafi sloppið með minniháttar skrámur sem sé kraftaverki líkast, að sögn Ásu.Fögnuðu fertugsafmæli saman Jóna var á leiðinni suður eftir að hafa farið að sækja dóttur sína í sauðburð til ömmu sinnar og afa auk þess sem eiginmaður Jónu er í vinnu við kvikmyndaverkefni fyrir norðan. Hann fagnaði fertugsafmæli um helgina svo Jóna fór norður til að fagna. „Við erum öll miður okkar,“ segir Ása og ljóst að rosalega mikil meðferð sé framundan. Margir vilja styrkja Jónu og til að bregðast við því hafa vinkonur systranna opnað styrktarreikning fyrir hana: 528-14-401998, kt. 701111-1410. „Allt sem fer inn á þann reikning fer beinustu leið í að styrkja Jónu og byggja hana upp á ný, þegar sá tími kemur,“ segir Ása.
Húnavatnshreppur Samgönguslys Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira