Arkítektar HR sýknaðir af 250 milljóna bótakröfu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 13:03 Byggingin sem deilt var um. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Arkís arkitekta og dönsku arkitektastofuna Henning Larsen Architects af 250 milljóna krónu bótakröfu Grunnstoða ehf, fasteignafélags Háskólans í Reykjavík. Háskólinn taldi að rekja mætti galla á loftræstikerfi, galla á hitakerfi og sprungur í gólfi í húsnæði Háskólans til ófullnægjandi hönnunar Arkís og Henning Larsen Architects.Í dómi héraðsdóms segir að nokkru eftir að húsið var tekið í notkun fyrir um áratug síðan hafi farið að bera á kvörtunum frá nemendum og starfsmönnum háskólans vegna hitastigs í ýmsum rýmum og hávaða frá loftræsikerfi. Auk þess hafi fljótlega komið í ljós vandamál með ofnakerfi hússins, ofnar hafi ekki hitnað og stíflur verið í stillitéum og ofnlokum sem raktar voru til óhreininda í kerfinu. Loks hafi komið í ljós miklar sprungur í sýnilegum steyptum gólfflötum húsnæðisins, það er á stærstum hluta jarðhæðar byggingarinnar. Sprungumyndun þessi mun hafa hafist skömmu eftir að gólfið var steypt. Þá hafi meðal annars þurft að fresta kennslu eða láta hana falla niður vegna annmarka á loftræstikerfi hússins, krafðist fasteignafélagið þess að fá 123 milljónir í bætur vegna annmarka á loftræstikerfinu, 57 milljónir vegna annmarka á hitakerfi og 67 milljónir vegna lagfæringa á gólfi en krafan var byggð á áætluðum kostnaði við að leggja dúk á gólfið ásamt kostnaði því tengdum. Arkítektastofurnar Arkís og Henning Larsen Architects voru hins vegar sýknaðar af kröfum félagsins þar sem þær voru að mati dómsins fyrndar, kröfurnar hafi ekki verið lagðar fram innan tilskilins fyrningarfrests. Þarf fasteignafélagið að greiða arkítektastofunum 2,8 milljónir hvorri í málskostnað, samtals 5,6 milljónir. Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Arkís arkitekta og dönsku arkitektastofuna Henning Larsen Architects af 250 milljóna krónu bótakröfu Grunnstoða ehf, fasteignafélags Háskólans í Reykjavík. Háskólinn taldi að rekja mætti galla á loftræstikerfi, galla á hitakerfi og sprungur í gólfi í húsnæði Háskólans til ófullnægjandi hönnunar Arkís og Henning Larsen Architects.Í dómi héraðsdóms segir að nokkru eftir að húsið var tekið í notkun fyrir um áratug síðan hafi farið að bera á kvörtunum frá nemendum og starfsmönnum háskólans vegna hitastigs í ýmsum rýmum og hávaða frá loftræsikerfi. Auk þess hafi fljótlega komið í ljós vandamál með ofnakerfi hússins, ofnar hafi ekki hitnað og stíflur verið í stillitéum og ofnlokum sem raktar voru til óhreininda í kerfinu. Loks hafi komið í ljós miklar sprungur í sýnilegum steyptum gólfflötum húsnæðisins, það er á stærstum hluta jarðhæðar byggingarinnar. Sprungumyndun þessi mun hafa hafist skömmu eftir að gólfið var steypt. Þá hafi meðal annars þurft að fresta kennslu eða láta hana falla niður vegna annmarka á loftræstikerfi hússins, krafðist fasteignafélagið þess að fá 123 milljónir í bætur vegna annmarka á loftræstikerfinu, 57 milljónir vegna annmarka á hitakerfi og 67 milljónir vegna lagfæringa á gólfi en krafan var byggð á áætluðum kostnaði við að leggja dúk á gólfið ásamt kostnaði því tengdum. Arkítektastofurnar Arkís og Henning Larsen Architects voru hins vegar sýknaðar af kröfum félagsins þar sem þær voru að mati dómsins fyrndar, kröfurnar hafi ekki verið lagðar fram innan tilskilins fyrningarfrests. Þarf fasteignafélagið að greiða arkítektastofunum 2,8 milljónir hvorri í málskostnað, samtals 5,6 milljónir.
Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira