Innlent

Hitinn gæti náð 18 stigum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hitakort mánudagsins, annars í hvítasunnu, lítur bara alveg ágætlega út víðast hvar um landið.
Hitakort mánudagsins, annars í hvítasunnu, lítur bara alveg ágætlega út víðast hvar um landið. veðurstofa íslands

Veðurstofan spáir því að hiti geti farið allt upp í 16 stig á Suðurlandi í dag en kaldara verður fyrir norðan og austan. Hvítasunnan mun síðan kveðja á hlýlegum nótum víðast hvar um land ef marka má spána þar sem því er spáð að hiti verði á bilinu 11 til 18 stig á mánudag, annan í hvítasunnu.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að líkt og síðust daga sé hæð yfir Grænlandi. Frá henni liggur hryggur yfir Grænlandshaf en lægð sem er stödd nálægt Hjaltlandi er á hægri norðvesturleið.

„Þetta leiðir til norðanáttar, víða 5-10 m/s en 10-15 m/s austast á landinu. Hæðarhryggurinn gefur af sér þurrt og bjart veður um vestanvert landið, en austan til á landinu þykknar upp þegar að lægðin nálgast og rignir dálítil þar á morgun.

Hiti að deginum frá 4 stigum á Norðausturlandi upp í 16 stig sunnanlands.

Svipað veður á sunnudag, en á mánudag er útlit fyrir að hæðarhryggurinn færist yfir landið. Þurrt og víða bjartviðri og hlýnar heldur, einkum norðaustanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Norðan 5-10 m/s, en 10-15 með austurströndinni. Yfirleitt bjartviðri, en skýjað með köflum austan til á landinu og dálítil rigning þar á morgun. Hiti yfir daginn frá 4 stigum á Norðausturlandi, upp í 16 stig á Suðurlandi.

Á laugardag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s og víða bjartviðri, en dálítil rigning við austurströndina. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Norðaustan 5-13. Dálítil væta um norðaustanvert landið, en bjart með köflum í öðrum landshlutum. Hiti frá 5 stigum austast á landinu, upp í 17 stig á Vesturlandi.

Á mánudag (annar í hvítasunnu):
Hæg breytileg átt, léttskýjað og hiti 11 til 18 stig að deginum, en skýjað og svalara í veðri austan til á landinu.

Á þriðjudag:
Vestæg átt, víða 3-8 m/s, og víða léttskýjað, en skýjað með köflum um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 18 stig að deginum, hlýjast sunnanlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.