Þrjátíu prósent aukning á umsóknum í kennaranám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 12:00 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra. VÍSIR/VILHELM Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Þrjátíu prósent aukning er á nýjum umsóknum í kennaranám. Þessu fagnar menntamálaráðherra en miklar umbætur hafa átt sér stað í íslensku menntakerfi. Íslenskir nemendur eru almennt ánægðir í námi en áttatíu prósent þeirra bera mikið traust til sinna kennara. Þó er ekki sömu að segja af ánægju kennara í starfi. Þetta kom fram á fundi sem haldinn var af Samtökum Atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Flutningsmaður fundarins var Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD en hann heldur utan um og stýrir PISA könnununum. Andreas ræddi um umbætur í menntakerfinu og stöðu Íslands í samanburði við aðrar þjóðir.Andreas Schleicher er yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnuninni OECD.SIGURJÓN ÓLASON„Góðu fréttirnar eru þær að íslenskt menntakerfi er að gera vel og við erum bjartsýn á að við getum gert enn betur og höfum alla burði til þess,“ sagði Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka Atvinnulífsins. Þó þurfi að forgangsraða, sérstaklega þegar kemur að fjármunum. „Það er kannski eitthvað sem er ríkt hjá okkur sem samfélagi að við bendum alltaf fyrst á fjármunina, það þarf meiri fjármuni hér inn, en auðvitað er það þannig að þá má forgangsraða með nýjum hætti eða öðrum hætti,“ sagði Ingibjörg Ösp. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir niðurstöður fundarins í takt viðþá stefnu sem hún hefur unnið að. Huga þurfi að líðan kennara í starfi. „Það þarf að styrkja umgjörðina og starfsumhverfið í kringum kennara. Allar rannsóknir benda til þess að ef kennarinn er ánægður og hann telur að störf sín séu metin í samfélaginu þá skilar það sér strax til nemenda. Íslenskir nemendur eru mjög ánægðir. Áttatíu prósent af þeim bera mikið traust til sinna kennara en aftur á móti þegar kennarar eru spurðir hvort að störf þeirra séu metin í íslensku samfélagi þá er því ekki eins mikið til að dreifa. Því þurfum við sem samfélag að styrkja umhverfið í kringum kennara og ein stór aðgerð sem við erum að ráðast í núna er nýliðun kennara. Það er mjög gaman að segja fráþví að það er þrjátíu prósent aukning á nýjum umsóknum í kennaranám, sem er alveg frábært og ég fagna því virkilega,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira