Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2019 19:00 Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum. Tryggingasvik er sú háttsemi þegar aðilar setja á svið t.d. bílslys eða annars konar slys í von um að fá greiddar út bætur. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að í samanburði við tölur frá nágrannaríkjum okkar séu tryggingasvik um tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum. „Á síðasta ári á Íslandi voru útgreiddar bætur frá tryggingafélögum 43 milljarðar og það mætti þá gera ráð fyrir því hér á landi, ef við horfum á sömu stærðir, að þetta séu um 4,3 milljarðar á ári. Það er risa stór pakki fyrir iðgjaldagreiðendur. Það er að segja fólkið í landinu og fyrirtæki sem eru að greiða iðgjöldin. Þetta hefur áhrif á þau,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Á síðasta ári var tekinn í gagnið tjónagrunnur. „Í gegnum hann er hægt að sjá ákveðið mynstur í hegðun fólks. Það er hægt að sjá ef að sömu aðilar eru að lenda ítrekað í tjónum. Ég veit að lögreglan er að taka þessi mál mjög föstum tökum og er að ljóstra upp um hópa sem eru beinlínis í þessu, þannig það er margt sem verið er að reyna að gera í þessu því það er svo mikið í húfi fyrir viðskiptavini tryggingafélaganna,“ sagði Katrín. Þá segir hún að í nágrannaríkjum okkar þar sem tjónagrunni hefur verið komið á fót sé hægt að sjá lækkun á þessum svikum um allt að 3-5% „Ef við setjum það í íslenskt samhengi gæti það verið lækkun um tvo milljarða. Við ætlum á næstunni að vekja athygli á þessum málum og vonandi hefur það ákveðinn fælingarmátt þegar fólk áttar sig á því að við erum að fylgjast svona markvisst með þessu í samstarfi við lögreglu,“ sagði Katrín.Katrín segir lögregluna taka málin föstum tökumVísir/Vilhelm
Lögreglan Lögreglumál Tryggingar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira