Landsmenn hvattir til að fara í bústaðinn Pálmi Kormákur skrifar 8. júní 2019 07:00 Hitinn gæti rokið upp í allt að 28 gráðum á fimmtudaginn næsta. Mynd: Veðurstofa Íslands Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir komandi viku er ein sú allra besta hin síðari ár, en spáin gerir ráð fyrir heiðskíru veðri og nánast logni víðast hvar á landinu. Þá á hitinn að ná hámarki á fimmtudaginn í næstu viku og hitinn gæti rokið upp í 28 gráður á Suðvesturlandinu. Einboðið er að helgin verði mikil ferðahelgi. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitastigið stefni í 17 stig þegar allra best lætur á Suður- og Vesturlandi. Vel viðrar til ferðalaga. Aftur á móti er hún ekki eins bjartsýn á veðrið á Norðausturlandi og segir eiga að rigna þar í dag, kólna og mögulega falli einhver snjór á heiðunum, en svo komi til með að draga úr úrkomu á morgun, sunnudag. Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi var 30,5 gráður á Celsíuskvarða en sú mæling var tekin á Teigarhorni á Berufirði þann 22. júní 1939, eða fyrir nánast sléttum 80 árum. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík var 24,3 gráður þann 9. júlí árið 1976. Haldi spáin vatni gæti viðrað vel til nýs hitamets í Reykjavík á fimmtudaginn. Birta segir verða hlýjast, bjartast og þurrast á suðvesturfjórðungnum, Faxaflóasvæðinu og uppsveitum sunnanlands. Sjálf segist hún stefna á að kíkja í sumarbústað í Grímsnesinu um helgina og mælir með því að þeir sem geti geri slíkt hið sama. Afar sólríkt hefur verið undanfarið í höfuðborginni og eru sólarstundir í júní nú þegar orðnar fleiri en þær voru allan mánuðinn í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir komandi viku er ein sú allra besta hin síðari ár, en spáin gerir ráð fyrir heiðskíru veðri og nánast logni víðast hvar á landinu. Þá á hitinn að ná hámarki á fimmtudaginn í næstu viku og hitinn gæti rokið upp í 28 gráður á Suðvesturlandinu. Einboðið er að helgin verði mikil ferðahelgi. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hitastigið stefni í 17 stig þegar allra best lætur á Suður- og Vesturlandi. Vel viðrar til ferðalaga. Aftur á móti er hún ekki eins bjartsýn á veðrið á Norðausturlandi og segir eiga að rigna þar í dag, kólna og mögulega falli einhver snjór á heiðunum, en svo komi til með að draga úr úrkomu á morgun, sunnudag. Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi var 30,5 gráður á Celsíuskvarða en sú mæling var tekin á Teigarhorni á Berufirði þann 22. júní 1939, eða fyrir nánast sléttum 80 árum. Mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík var 24,3 gráður þann 9. júlí árið 1976. Haldi spáin vatni gæti viðrað vel til nýs hitamets í Reykjavík á fimmtudaginn. Birta segir verða hlýjast, bjartast og þurrast á suðvesturfjórðungnum, Faxaflóasvæðinu og uppsveitum sunnanlands. Sjálf segist hún stefna á að kíkja í sumarbústað í Grímsnesinu um helgina og mælir með því að þeir sem geti geri slíkt hið sama. Afar sólríkt hefur verið undanfarið í höfuðborginni og eru sólarstundir í júní nú þegar orðnar fleiri en þær voru allan mánuðinn í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira