Innlent

Hiti svipaður og síðustu daga

Birgir Olgeirsson skrifar
Norðaustlæg átt verður um helgina.
Norðaustlæg átt verður um helgina. Vísir/Vilhelm

Um helgina verður norðaustlæg átt ríkjandi á landinu, yfirleitt fimm til tíu metrar á sekúndu en hvassara við austurströndina í dag.

Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en áfram verður léttskýjað víða um land, en þykknar upp norðaustantil á landinu með dálítilli vætu þegar líður á daginn. Þykknar upp á Norðvesturlandi í kvöld með dálítilli vætu þar í nótt.

Styttir að mestu upp fyrir norðan þegar líður á morgundaginn, en áfram bjart sunnan- og vestanlands. Hiti verður svipaður og síðustu daga.

Á fjallvegum norðaustan- og austanlands má búast við slyddu og jafnvel snjókomu sem getur skapað varhugaverðar aðstæður fyrir ökumenn. Hlýnar í veðri eftir helgi, en enn er óvissa í spám hvernig veðrið muni þróast og hversu hlýtt verður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.