Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld segjum við frá handtökum nokkurra manna í morgun í aðgerðum sem tengjast umfangsmiklu fíkniefnamáli.

Við fjöllum um Norðurstrandarleiðina, svokölluðu, 800 kílómetra veg sem spannar strandlengju alls Norðurlands og var tekin formlega í notkun í dag.

Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnaði í dag sigri í viðleitni til að stemma stigu við komu farandfólks og flóttamanna til Bandaríkjanna. Hann afturkallaði því fimm prósenta hækkun tolla á vörur frá Mexíkó sem áttu að taka gildi á mánudag.

Við segjum frá vendingum í málefnum sjúkrabíla, sem eru margir orðnir úr sér gengnir á meðan hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum Rauða krossins og heilbrigðisráðuneytisins.

Við fylgjumst með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands grilla á Kótilettunni á Selfossi og förum á hundasýningu á Víðisstaðatúni.

Og hvað er þyrlubíll? Þeirri spurningu verður svarað í fréttatímanum klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×