Innlent

Ís­lenskt lyf við bráða­flogum fer í sölu í Banda­ríkjunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sveinbjörn Gizurarson.
Sveinbjörn Gizurarson. kristinn ingvarsson
Nefúðinn Nayzilam, sem er ætlaður við bráðameðhöndlun við svokölluðum bráðaflogum eða raðflogum og á uppruna sinn í rannsóknum Sveinbjörns Gizurarsonar, prófessors við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hefur verið samþykktur til sölu hjá Bandaríska lyfjaeftirlitinu, FDA.

Frá þessu er greint á vef HÍ þar sem segir að lyfið fari nú í sölu í Bandaríkjunum. Nayzilam er fyrsta nefúðalyfið við bráðaflogum.

„Með lyfinu, sem er lyfseðilsskylt, er ætlunin að auka lífsgæði þeirra sem eru með flogaveiki. Nú geta þeir einstaklingar sem finna fyrir aðdraganda floga, jafnvel sjálfir gripið til lyfsins. Einnig geta til dæmis fjölskyldumeðlimir þeirra, vinir og samstarfsfélagar auðveldlega gefið þeim lyfið,“ segir Sveinbjörn.

Það eru rúmlega 30 ár síðan Sveinbjörn vann í einum af fyrstu rannsóknahópunum sem skoðuðu að lina krampa með nefúða. Það hefur nú loksins tekst og segir Sveinbjörn magnað að sjá síðasta áfanga rannsóknanna verða að veruleika með lyfinu sem nú er væntanlegt á markað.

„Það er verulega ánægjulegt að vera fyrstur með svona lyfjaform á markað þegar svo margir hafa reynt að þróa bráðalyf eins og þetta,“ segir Sveinbjörn.

Nánar má lesa um málið á vef HÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×