Tildrög rútuslyssins í Öræfum enn til rannsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2019 16:05 Frá vettvangi rútuslyssins síðastliðinn fimmtudag. vísir/jók Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög rútuslyssins í Öræfum síðastliðinn fimmtudag séu enn til rannsóknar. Lögreglan gefi sér ekkert fyrir fram í þeim efnum og mun því ekki tjá sig um tildrög slyssins fyrr en að rannsókn lokinni. Búið er að taka skýrslum af flestum farþegum rútunnar sem og ökumanni en enn á eftir að taka skýrslur af þeim sem enn hafa ekki haft heilsu til þess. Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni auk ökumannsins. Oddur segir að í morgun hafi staðan verið þannig að enn ætti eftir að taka skýrslu af fimm farþegum en sú staða hafi ef til vill breyst þar sem menn séu að vinna á fullu í rannsókn málsins. Einhverjir farþeganna eru á leið af landi brott eða nú þegar farnir. Oddur segir lögregluna ekki fylgja því sérstaklega hvort og hvenær farþegarnir fara þar sem lögreglan telur sig búna að tryggja þau gögn hjá þeim sem eru ferðafærir. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvenær rannsókn málsins ljúki en hún geti tekið umtalsverðan tíma þar sem það sé í mörg horn að líta. Tveir af farþegum rútunnar liggja enn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri að því er fram kemur í frétt mbl. Um helgina var greint frá því að þrír farþeganna væru á gjörgæsludeild Landspítalans og einn á bráðalegudeild en ekki hafa fengist upplýsingar frá spítalanum í dag hvort einhverjir þeirra hafa verið útskrifaðir. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04 Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30 Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að tildrög rútuslyssins í Öræfum síðastliðinn fimmtudag séu enn til rannsóknar. Lögreglan gefi sér ekkert fyrir fram í þeim efnum og mun því ekki tjá sig um tildrög slyssins fyrr en að rannsókn lokinni. Búið er að taka skýrslum af flestum farþegum rútunnar sem og ökumanni en enn á eftir að taka skýrslur af þeim sem enn hafa ekki haft heilsu til þess. Alls voru 32 kínverskir ferðamenn í rútunni auk ökumannsins. Oddur segir að í morgun hafi staðan verið þannig að enn ætti eftir að taka skýrslu af fimm farþegum en sú staða hafi ef til vill breyst þar sem menn séu að vinna á fullu í rannsókn málsins. Einhverjir farþeganna eru á leið af landi brott eða nú þegar farnir. Oddur segir lögregluna ekki fylgja því sérstaklega hvort og hvenær farþegarnir fara þar sem lögreglan telur sig búna að tryggja þau gögn hjá þeim sem eru ferðafærir. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvenær rannsókn málsins ljúki en hún geti tekið umtalsverðan tíma þar sem það sé í mörg horn að líta. Tveir af farþegum rútunnar liggja enn inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri að því er fram kemur í frétt mbl. Um helgina var greint frá því að þrír farþeganna væru á gjörgæsludeild Landspítalans og einn á bráðalegudeild en ekki hafa fengist upplýsingar frá spítalanum í dag hvort einhverjir þeirra hafa verið útskrifaðir.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04 Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30 Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Voru fæst í belti þrátt fyrir tilmæli bílstjóra Búið er að ræða við bílstjóra rútunnar en hann hafði gefið farþegum tilmæli um að spenna beltin. 18. maí 2019 11:04
Hættulegur vegarkafli í Öræfum ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys hafa orðið verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Tölur Vegagerðarinnar sýna að umferð um Suðurlandið hefur aukist um tugi prósenta undanfarin ár. 18. maí 2019 19:30
Ákall til stjórnvalda um stórátak í vegamálum Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af vegamálum innan sveitarfélagsins í kjölfar rútuslyssins á fimmtudaginn. 18. maí 2019 12:15