Innlent

Frostmark og slydda í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það má búast við örlítilli vætu næstu daga.
Það má búast við örlítilli vætu næstu daga. vísir/hanna

Það verða litlar sviptingar í veðrinu næstu daga ef marka má spá Veðurstofunnar. Engu að síður gæti kólnað á norðanverðu landinu um helgina og því gæti fylgt slydda. Þó má búast við „keimlíku veðri“ í dag og á morgun; frekar hægri norðaustanátt, einhverri vætu víða og skýjuðu veðri.

Seinni partinn er útlit fyrir skúrakennt veður og þá gæti sést til sólar á milli skúranna. Hiti helst fyrir ofan frostmark og fer jafnvel upp í 14 eða 15 stig þegar best lætur um vestanvert landið.

Þá er ekki að sjá að miklar breytingar verði á veðrinu fram að helgi. Þó mun líklega kólna eitthvað og er útlit fyrir slyddu um norðanvert landið þar sem hiti fer mjög nálægt frostmarki.
Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað á landinu og víða svolítil væta. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast á SV-landi.

Á föstudag:
Breytileg átt, skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, einkum S- og V-lands. Kólnar lítið eitt.

Á laugardag:
Austan og norðaustan 5-13 m/s. Víða dálítil rigning, jafnvel slydda í innsveitum N- og A-lands. Hiti frá 2 stigum fyrir norðan, upp í 9 stig á SV-landi.

Á sunnudag:
Norðlæg átt 5-10 m/s og léttir til S-lands, en skýjað fyrir norðan og rigning eða slydda NA-til. Hiti 0 til 9 stig, svalast á NA-horninu.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt og slyddu um landið N-vert, annars þurrt. Kólnar heldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.