Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og ritalíni og concerta, í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næstmest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.

Þingmenn stigu hátt í þrjú hundruð sinnum í pontu í gærkvöldi og í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann og þar af voru Miðflokksmenn með yfir 250 ræður. Við skoðum málið í fréttatímanum.

Einnig segjum við frá því að 27 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða.

Við teljum niður í Evrópuþingskosningar, segjum frekar frá þristunum á Reykjavíkurflugvelli og fylgjumst með Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.