Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og ritalíni og concerta, í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næstmest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30.Þingmenn stigu hátt í þrjú hundruð sinnum í pontu í gærkvöldi og í nótt í umræðum um þriðja orkupakkann og þar af voru Miðflokksmenn með yfir 250 ræður. Við skoðum málið í fréttatímanum.Einnig segjum við frá því að 27 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða.Við teljum niður í Evrópuþingskosningar, segjum frekar frá þristunum á Reykjavíkurflugvelli og fylgjumst með Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.