Flugfélagið þvertekur fyrir hefndaraðgerðir gegn Hatara Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 08:30 El Al vill ekki kannast við það að Höturum hafi verið raðað í léleg sæti á heimleiðinni frá Ísrael. Epa/ABIR SULTAN Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm? Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Ísraelska flugfélagið El Al, sem flaug íslenska Eurovisionhópnum frá Tel Aviv til Lundúna, segir það ekki hafa verið meðvitaða ákvörðun að láta Hatara fá „verstu sætin“ í flugvélinni. Flugfélagið virði farþega sína, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Fréttaflutningur sem gefi annað í skyn sér rangur og eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Skjáskot af meintum hefndaraðgerðum starfsmanna flugfélagsins gegn Hatara, eftir að þeir drógu upp Palestínufána í Euoruvision, hafa vakið töluverða athygli og var haft eftir fararstjóra íslenska hópsins í gær að hann íhugi að kvarta formlega yfir hegðun starfsmannanna. Vísir sendi El Al ítarlega fyrirspurn um málið, með hlekkjum á umfjallanir um málið í ísraelskum miðlum og umrædd skjáskot sem virðast sýna óvild og aðgerðir flugfélagsstarfsmanna í garð Hatara. Meðal spurninga sem voru bornar undir flugfélagið var hvort það stangist ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um flugfarþega á netinu. Svarið sem barst frá flugfélaginu í morgun var hins vegar stutt:„El Al ber virðingu fyrir öllum farþegum sínum, burtséð frá pólitískum skoðunum þeirra. Því sem haldið hefur verið fram er rangt og á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þrátt fyrir að skautað hafi verið framhjá flestum þeirra spurninga sem Vísir sendi er svar El Al nokkurn veginn í samræmi við annað sem flugfélagið hefur látið frá sér um málið. Þannig var haft eftir starfsmanni El Al á vef ísraelsku sjónvarpsstöðvarinnar Reshet 13 að skjáskotin væru tekin úr samhengi.Sjá einnig: Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Þetta hafi einfaldlega verið góðlátlegt grín sem var birt á lokuðu Facebook-svæði fyrir starfsmenn flugfélagsins. Þar að auki hafi Hatarafólki ekki verið stíað í sundur, þvert á móti hafi þau setið í röð. Spurningar Vísis til El Al, í íslenskri þýðingu, má sjá hér að neðan:Eru fréttirnar sem vísað er til réttar? Úthlutuðu starfsmenn flugfélagsins, að yfirlögðu ráði, íslensku sendinefndinni „lélegum sætum“?Ef við skiljum þetta rétt var færslunum deilt inn í lokaðan Facebook-hóp fyrir starfsmenn flugfélagsins. Er það rétt? Stangast það ekki á við reglur um flugöryggi og persónuvernd að deila upplýsingum um farþega? Hvaða augum lítur flugfélagið slík brot?Mun El Al gera einhverjar ráðstafanir eftir uppákomuna? Verða umræddir starfsmenn ávíttir?Er hefð fyrir því hjá flugfélaginu að útdeila lélegum sætum til þeirra sem taldir eru vera „óvinveittir Ísraelsríki“?Á öðrum nótum: Fylgdust þið með Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva? Hver er afstaða flugfélagsins til uppátækis Hatara (að sýna Palestínufánann)?Eftir fall íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW air flýgur ekkert flugfélag beint á milli Ísraels og Íslands. Hefur El Al í hyggju að grípa tækifærið og fylla upp í þetta tómarúm?
Eurovision Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40 Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00 Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Íhuga að kvarta vegna framkomu flugfélagsins við Hatara Íslenska Eurovision-sendinefndin íhugar nú næstu skref eftir framgöngu flugvallarstarfsmanna í Tel Aviv. 21. maí 2019 10:40
Hatarar í verstu sætunum í fluginu frá Tel Aviv Liðsmenn Hatara, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Stefánsson og Klemens Hannigan Nikulásson, voru settir aftast fyrir miðju í flugi ísraelska flugfélagins EL AL frá Tel Aviv til London í morgun. 20. maí 2019 14:00