Innlent

Svipað veður og verið hefur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sólin gæti látið sjá sig næstu daga.
Sólin gæti látið sjá sig næstu daga. Vísir/vilhelm

Það er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður því „svipað veður og hefur verið“ síðustu daga.

Það verði því skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnantil. Þannig er ekki útilokað að einhverjar „hellidembur“ geri vart við sig í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Hitinn verður á bilinu 4 til 14 stig, hlýjast á vestanverðu landinu.

Það verða svo áfram einhverjar skúrir sunnantil á morgun en þó líklega ekki jafn miklar. „Annars verður svo gott sem þurrt á mest öllu landinu og sólin lætur kannski sjá sig áfram á einhverjum stöðum,“ að sögn veðurfræðings.

Ef marka má veðurspá næstu daga þá verður hlýjast og bjartast sunnan- og vestantil en einhver ofankoma á Norðaustur- og Austurlandi. Þá gæti hitinn jafnvel farið niður undir frostmark í innsveitum norðaustanlands á þriðjudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað um sunnan- og austanvert landið, með stöku skúrum sunnantil, en annars bjart veður. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á mánudag:
Norðan 5-10 m/s, skýjað og úrkomulítið, en bjart veður um suðvestanvert landið. Hiti 1 til 6 stig fyrir norðan, en 8 til 13 stig suðvestantil.

Á þriðjudag:
Norðan 8-15 m/s og dálítil rigning eða slydda á Norðaustur- og Austurlandi. Þurrt og bjart veður sunnantil. Hiti frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 10 stig með suðurströndinni.

Á miðvikudag:
Norðanátt og lítilsháttar slydda eða rigning austanlands, en þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Útlit fyrir fremur hæga norðlæga og vestlæga átt. Víða léttskýjað og hlýnar í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.