Innlent

Svipað veður og verið hefur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sólin gæti látið sjá sig næstu daga.
Sólin gæti látið sjá sig næstu daga. Vísir/vilhelm
Það er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt í dag. Að sögn Veðurstofunnar verður því „svipað veður og hefur verið“ síðustu daga.Það verði því skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnantil. Þannig er ekki útilokað að einhverjar „hellidembur“ geri vart við sig í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Hitinn verður á bilinu 4 til 14 stig, hlýjast á vestanverðu landinu.Það verða svo áfram einhverjar skúrir sunnantil á morgun en þó líklega ekki jafn miklar. „Annars verður svo gott sem þurrt á mest öllu landinu og sólin lætur kannski sjá sig áfram á einhverjum stöðum,“ að sögn veðurfræðings.Ef marka má veðurspá næstu daga þá verður hlýjast og bjartast sunnan- og vestantil en einhver ofankoma á Norðaustur- og Austurlandi. Þá gæti hitinn jafnvel farið niður undir frostmark í innsveitum norðaustanlands á þriðjudag.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag og sunnudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað um sunnan- og austanvert landið, með stöku skúrum sunnantil, en annars bjart veður. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi.Á mánudag:

Norðan 5-10 m/s, skýjað og úrkomulítið, en bjart veður um suðvestanvert landið. Hiti 1 til 6 stig fyrir norðan, en 8 til 13 stig suðvestantil.Á þriðjudag:

Norðan 8-15 m/s og dálítil rigning eða slydda á Norðaustur- og Austurlandi. Þurrt og bjart veður sunnantil. Hiti frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 10 stig með suðurströndinni.Á miðvikudag:

Norðanátt og lítilsháttar slydda eða rigning austanlands, en þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast suðvestanlands.Á fimmtudag (uppstigningardagur):

Útlit fyrir fremur hæga norðlæga og vestlæga átt. Víða léttskýjað og hlýnar í veðri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.