Innlent

Ráðist á húsráðanda sem vísaði mönnum úr gleðskap

Kjartan Kjartansson skrifar
Sem fyrr var töluvert um mál sem tengdust áfengis- og fíkniefnaneyslu sem rötuðu á borð lögreglunnar í nótt.
Sem fyrr var töluvert um mál sem tengdust áfengis- og fíkniefnaneyslu sem rötuðu á borð lögreglunnar í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði húsráðandi ætlað að vísa mönnum sem neyttu fíkniefna úr gleðskap. Mennirnir hafi hins vegar orðið ósáttir og ráðist á húsráðandann.Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mennirnir hafi meðal annars veitt húsráðandanum áverka í andliti.Nokkuð var um ölvunar- og fíkniefnaakstur í borginni í nótt. Í Hafnarfirði tilkynnti leigubílstjóri um fjársvik og hótanir laust eftir klukkan fjögur í nótt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.