Innlent

Ráðist á húsráðanda sem vísaði mönnum úr gleðskap

Kjartan Kjartansson skrifar
Sem fyrr var töluvert um mál sem tengdust áfengis- og fíkniefnaneyslu sem rötuðu á borð lögreglunnar í nótt.
Sem fyrr var töluvert um mál sem tengdust áfengis- og fíkniefnaneyslu sem rötuðu á borð lögreglunnar í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði húsráðandi ætlað að vísa mönnum sem neyttu fíkniefna úr gleðskap. Mennirnir hafi hins vegar orðið ósáttir og ráðist á húsráðandann.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mennirnir hafi meðal annars veitt húsráðandanum áverka í andliti.

Nokkuð var um ölvunar- og fíkniefnaakstur í borginni í nótt. Í Hafnarfirði tilkynnti leigubílstjóri um fjársvik og hótanir laust eftir klukkan fjögur í nótt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.