Ragnar Þór segist hafa verið úthrópaður kvenhatari eftir stuðningskveðjur til Miðflokksins Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 15:42 Ragnar Þór segist ekki vera á leiðinni til liðs við Miðflokkinn, ekki frekar en aðra flokka. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28