Stjórnvöld og atvinnulífið taka höndum saman í loftlagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2019 19:55 Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún. Loftslagsmál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Sjá meira
Atvinnulífið hefur tekið höndum saman með stjórnvöldum á nýjum samstarfsvettvangi þar sem samræma á áætlanir til að Ísland nái markmiðum um kolefnajöfnun árið 2040. Forsætisráðherra segir samvinnu sem þessa forsendu þess að árangur náist og með henni séu eldri kynslóðir að svara áskorunum þeirra kynslóða sem nú séu að vaxa úr grasi. Að samstarfsvettvanginum standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Íslandsstofa og fjöldi fyrirtækja. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var að vonum ánægður með samkomulagið. „Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að við vinnum saman að þessu sem ég hef kallað stærstu áskorun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,“ sagði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir undirskriftina í dag marka formlegt upphaf samvinnu stjórnvalda og atvinnulífsins í loftlagsmálum sem hún hafi lengi kallað eftir. „Bæði til að miðla því sem við höfum verið að gera vel á sviði hugvits og grænna lausna en líka til að finna sameiginlegar lausnir á þeim áskorunum sem við stöndum frami fyrir,“ segir forsætisráðherra. En þótt Íslendingar hafi staðið sig vel á sumum sviðum sé losun gróðurhúsalofttegunda enn mjög mikil á Íslandi. „Það skiptir máli að atvinnulífið komi að því verkefni með okkur annars vegar hvernig við getum dregið úr losun og hins vegar hvernig við getum aukið kolefnisbindingu. Markmiðið er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Því verður ekki náð nema með samstarfi allra aðila,“ segir Katrín. Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins hefur farið fyrir hópi ýmissa samtaka atvinnulífsins í undirbúningi þessa samstarfs. Hann segir skipta sköpum að stjórnvöld og atvinnulífið vinni saman. Ríkisstjórnin hafi sett loftlagsmálin rækilega á dagskrá. „Þetta var auðvitað skýr hvatning fyrir atvinnulífið. Fyrirtæki hafa verið að velta þessum hlutum fyrir sér og mörg hver náð heilmiklum árangri. En það er sannarlega mikill metnaður og vilji til að gera betur og meira í þessum málum,“ segir Sigurður. Það mun taka á að ná markmiðum í loftlagsmálum en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra segir það líka fela í sér mikil tækifæri. „Út frá menntun, hugviti, út frá nýsköpun og út frá ímynd. Þar skipta þessar atvinnugreinar svo miklu máli,“ segir Þórdís Kolbrún.
Loftslagsmál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent