Duran Duran úr nýju Laugardalshöllinni yfir í þá gömlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2019 13:54 Villtir sætir strákar komnir til New York 1981 tilbúnir að sigra heiminn. David Tan/Shinko Music/Getty Images Sena Live hefur tekið yfir framkvæmd fyrirhugaðra tónleika Duran Duran hér á landi þann 25. júní næstkomandi. Tónleikarnir verða fluttir frá nýju Laugardalshöllinni yfir í þá gömlu.Tilkynnt var í síðasta mánuði að breska hljómsveitin sögufræga væri á leið til Íslands á vegum Mono og áttu tónleikarnir að vera haldnir i nýju Laugardalshöllinni. Í tilkynningu frá Senu segir hins vegar að fyrirtækið hafi tekið yfir tónleikana og fært þá yfir í gömlu Laugardalshöllina sem taki 5.500 gesti. „Með þessu geta aðdáendur sveitarinnar upplifað meiri nánd við sveitina,“ segir á vef Senu Live en allir núverandi miðahafar munu fá tölvupóst sem innihaldi nýja miða. Laugardalshöllinni verður skipt í tvö svæði, A-svæði sem er á gólfinu næst sviðinu og B-svæði, fyrir aftan A-svæðið. Þá verður einnig stúkan aftast í salnum notuð og býðst gestum með A-miða að fá sér sæti þar. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir um sætin í stúkunni. „Ef einhver af einhverjum ástæðum óskar endurgreiðslu verður hún afgreidd um hæl,“ segir á vef Senu Live. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Hún hefur einu sinni áður komið til Íslands en árið 2005 kom hljómsveitin fram í Egilshöll. Íslandsvinir Tengdar fréttir Duran Duran á leið til Íslands Duran Duran hefur selt yfir hundrað milljónir hljómplatna, hlotið tvenn Grammy-verðlaun og tvenn Brit-verðlaun auk fjölda annarra viðurkenninga á farsælum ferli sem nú þegar spannar rösklega fjörutíu ár. 16. apríl 2019 07:47 Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum Áratugalangur draumur íslenskra aðdáenda Duran Duran rættist loks fyrir fjórtán árum þegar hinir fimm fræknu héldu tónleika í Reykjavík. Þeir munu endurtaka leikinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Bassaleikarinn John Taylor segir kraftinn í Íslendingum eftirminnilegan og að það sé undir okkur komið hversu stuðið verði mikið núna. 25. maí 2019 08:15 Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. 18. maí 2019 18:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Sena Live hefur tekið yfir framkvæmd fyrirhugaðra tónleika Duran Duran hér á landi þann 25. júní næstkomandi. Tónleikarnir verða fluttir frá nýju Laugardalshöllinni yfir í þá gömlu.Tilkynnt var í síðasta mánuði að breska hljómsveitin sögufræga væri á leið til Íslands á vegum Mono og áttu tónleikarnir að vera haldnir i nýju Laugardalshöllinni. Í tilkynningu frá Senu segir hins vegar að fyrirtækið hafi tekið yfir tónleikana og fært þá yfir í gömlu Laugardalshöllina sem taki 5.500 gesti. „Með þessu geta aðdáendur sveitarinnar upplifað meiri nánd við sveitina,“ segir á vef Senu Live en allir núverandi miðahafar munu fá tölvupóst sem innihaldi nýja miða. Laugardalshöllinni verður skipt í tvö svæði, A-svæði sem er á gólfinu næst sviðinu og B-svæði, fyrir aftan A-svæðið. Þá verður einnig stúkan aftast í salnum notuð og býðst gestum með A-miða að fá sér sæti þar. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir um sætin í stúkunni. „Ef einhver af einhverjum ástæðum óskar endurgreiðslu verður hún afgreidd um hæl,“ segir á vef Senu Live. Duran Duran er án efa ein sögufrægasta hljómsveit popptónlistarinnar. Ferill hennar spannar fjóra áratugi og hefur hljómsveitin selt yfir 100 milljónir platna, unnið til tveggja Grammy verðlauna, tveggja Brit verðlauna, hlotið sjö sinnum Lifetime Achievement verðlaunin auk fjölmargra annarra viðurkenninga. Hljómsveitin reis hratt upp á stjörnuhimininn og varð á örskotsstundu þekkt um allan heim. Hún hefur einu sinni áður komið til Íslands en árið 2005 kom hljómsveitin fram í Egilshöll.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Duran Duran á leið til Íslands Duran Duran hefur selt yfir hundrað milljónir hljómplatna, hlotið tvenn Grammy-verðlaun og tvenn Brit-verðlaun auk fjölda annarra viðurkenninga á farsælum ferli sem nú þegar spannar rösklega fjörutíu ár. 16. apríl 2019 07:47 Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum Áratugalangur draumur íslenskra aðdáenda Duran Duran rættist loks fyrir fjórtán árum þegar hinir fimm fræknu héldu tónleika í Reykjavík. Þeir munu endurtaka leikinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Bassaleikarinn John Taylor segir kraftinn í Íslendingum eftirminnilegan og að það sé undir okkur komið hversu stuðið verði mikið núna. 25. maí 2019 08:15 Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. 18. maí 2019 18:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Duran Duran á leið til Íslands Duran Duran hefur selt yfir hundrað milljónir hljómplatna, hlotið tvenn Grammy-verðlaun og tvenn Brit-verðlaun auk fjölda annarra viðurkenninga á farsælum ferli sem nú þegar spannar rösklega fjörutíu ár. 16. apríl 2019 07:47
Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum Áratugalangur draumur íslenskra aðdáenda Duran Duran rættist loks fyrir fjórtán árum þegar hinir fimm fræknu héldu tónleika í Reykjavík. Þeir munu endurtaka leikinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Bassaleikarinn John Taylor segir kraftinn í Íslendingum eftirminnilegan og að það sé undir okkur komið hversu stuðið verði mikið núna. 25. maí 2019 08:15
Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta. 18. maí 2019 18:30